17. feb. 2011 : Kærleikur og súkkulaði í Vin

Nítján manns skráðu sig til leiks á Valentínusarskákmóti í Vin á mánudaginn. Mótið hófst klukkan eitt og nokkrir öflugir skákmenn náðu ekki í tæka tíð en fylgdust með yfir kaffibolla þar sem hamingja og kærleikur réðu ríkjum undir hjartalaga skreytingum til að byrja með. Þangað til menn fóru að rústa og drepa og berja á klukkur.

Eiríkur Ágúst frá Bókinni ehf, sérfræðingur í rómantík og bókmenntum, setti mótið með Valentínusarkvæði dagsins:
Sátu tvö að tafli þar,                 
taflsóvön í sóknum.               
Afturábak og áfram var,                       
einum leikið hróknum.