26. júl. 2011 : Metþátttaka á þjóðhátíðadagamóti Skákfélags Vinjar

Norrænt þema var á stórmóti Skákfélags Vinjar þann 18. júlí. Haldið var sameiginlega upp á þjóðhátiðadaga norðurlandanna enda meðaltalið um þetta leyti. Vinningar voru glæsilegir, m.a. Millenium þríleikurinn eftir hinn sænska Stieg Larson, „Der er så mange söde pi´r“, danskur safndiskur úr toppen af poppen seríunni, íslenskar bækur og 40 fyrstu bækurnar um Ísfólkið eftir norska Íslandsvininn Margit Sandemo (aðeins einu sinni lesnar).

Það er skemmst frá því að segja að þátttökumet skákfélagsins sem rekið er i Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, var slegið svo um munaði því 36 manns frá 8 ára og upp í ríflega sextugt voru með. Ef ekki hefði verið vegna bongóblíðu hefði þetta varla gengið, en hægt var að tefla bæði inni og úti.