Vin 17 ára

12. feb. 2010

Mánudaginn 8. febrúar varð Vin 17 ára. Það var reyndar lokað þann dag, því þetta árið er lokað annan mánudag hvers mánaðar, svona vegna ástandsins í þjóðfélaginu.

Ákveðið var að vera ekki með neitt húllumhæ vegna afmælisins, heldur bara að fara saman út að borða og hafa  það huggulegt. Veitingastaðurinn Písa við Lækjargötu bauð smá afslátt fyrir tuttugu manna hópinn sem mættur var á miðvikudaginn,  rétt fyrir klukkan fimm. Pizzur og pastaréttir voru á boðstólnum auk dýrindis steikarmáltíða og fiskrétta og þá var bara að velja!

Hver og einn einasti var virkilega ánægður með matinn og var þetta ákaflega ánægjuleg afmælisveisla. Starfsfólkið dekraði við gestina og sumir vildu strax fara að plana næstu ferð á Písa.

Eins og fram hefur komið héldu þrír heiðursmenn upp á sameiginlegt afmæli sitt föstudaginn 5. febrúar í  Vin, með frábærri veislu, þannig að engin lát eru á afmælispartýum. En þau eru skemmtileg svo þeim verður bara haldið áfram við öll tækifæri.