Þorraveisla í Vin

23. feb. 2010

Fyrir nokkrum vikum sendum við tölvupóst frá okkur í Vin á rás 2 þar sem hægt var að komast í lukkupott og vinna þorramatsveislu fyrir 15 manns.  Viti menn Vin var dregin út og vann!!! 

Ekki nóg með það því þegar haft var samband við veisluþjónustuna, Matborðið, sem gaf herlegheitin, þá bauð eigandinn í ljósi þess frábæra starfs sem hér væri unnið, að við fengjum þann mat sem þyrftum þ.e. allir sem skráðu sig í mat þegar veislan yrði skyldu fá að borða. Í stuttu máli voru hér yfir 30 manns í mat og gæddu sér á ljúffengum þorramat föstudaginn 19. febrúar. 

Allir fengu nóg og svo ríflega var skammtað að afgangurinn verður svo borðaður á eftir helgina.  Við þökkum Rás 2 og Matborðinu kærlega fyrir okkur.