VIN – OPEN

25. feb. 2010

Mánudaginn 1. mars heldur Skákfélag Vinjar, í samstarfi við Skáksamband Íslands, stórmótið Vin – Open.

Hefst það kl. 12:30 og þarf að vera búið að skrá sig fyrir þann tíma.

Vin – Open er hliðarverkefni vegna Reykjavík  Open, eða MP Reykjavíkurskákmótsins, og er öllum opið. Stefnt er að því að nokkrir þátttakendur á mótinu, erlendir og innlendir,  muni taka þátt eins  og sl. ár þegar á þriðja tug þátttakenda var í stórskemmtilegu móti.

Teflt er um bikar auk þess sem vinningar verða veittir fyrir efstu sæti, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir:
bestan árangur: undir 2000 elo stigum, undir 1500 stigum og bestan árangur stigalausra.

Glæsilegt vöfflukaffi verður borið fram eftir þriðju umferð og skákstjórnendur eru reynsluboltarnir og öðlingarnir Róbert Lagerman og  Hrannar Jónsson. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, setur Vin – Open.

Stefnt er að því að mótinu, kaffinu og verðlaunaafhendingu verði lokið vel fyrir kl. 15:00.

ATH að mótið hefst kl. 12:30 og allir þvílíkt velkomnir.

Vin er að Hverfisgötu 47 í Reykjavík og síminn er 561-2612. Það er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og er rekið af Rauða krossi Íslands.