Köttur út í mýri

15. apr. 2010

Guðmundur Brynjólfsson opnaði myndlistarsýningu sína, „köttur út í mýri” í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, miðvikudaginn 14. apríl.

Guðmundur býr að Bjargi á Seltjarnarnesi og hefur sinnt myndlist sinni þar að mestu, en tekur þátt í myndlistarhópi Vinjar.

Töluverður gestafjöldi var við opnunina, þar sem Þórdís Rúnarsdóttir, forstöðumaður Vinjar, hélt stutta tölu. Boðið var upp á léttar veitingar og gott andrúmsloft.

Sýndar eru 14 ný olíumálverk og eitt eldra akrílverk. Myndirnar eru til sölu og er verði mjög stillt í hóf.

„Köttur út í mýri” verður uppi í tvær vikur og eru allir hjartanlega velkomnir í heimsókn í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík.

 

 

Orri Smári og Róbert við opnunina.