Skákmót í Rauðakrosshúsinu

17. apr. 2010

Rauðakrosshúsið, Borgartúni 25, mánudagur 19.04.2010 kl: 13:30

Skákfélag Vinjar og Hrókurinn setja upp síðasta skákmót vetrarins í Rauðakrosshúsinu á mánudaginn, þann 19. apríl kl. 13,30.

Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.

Ávallt er stutt í kaffikönnuna í Borgartúninu og létt andrúmsloft þó margt sé í gangi  á sama tíma.

Bókaforlagið Bjartur hefur gefið vinninga fyrir efstu þátttakendur auk þess sem dregnir verða út happadrættisvinningar.

Skákstjóri er Róbert Lagerman, hinn víðfrægi varaforseti Hróksins.

Skráning á staðnum og kostar ekki baun. Allir velkomnir.