Lambafellsklofi klifinn. Þrek og þor!

21. maí 2010

Ferðafélagið Víðsýn, sem samanstendur af gestum og starfsfólki Vinjar, stóð fyrir dagsferð í gær. Reykjanesið varð fyrir valinu að þessu sinni og hófst ferðin með gönguferð í mildum rigningarúða að Lambafelli og í gegnum brattan klofann.

Gangan tók um klukkustund og voru sumir betur búnir en aðrir til göngu í óbyggðum Íslands. En allir kláruðu hringinn og hjálpuðust að við klifið. Þegar upp var komið var stutt í brosið eftir þennan mikla sigur. Með í för sem leiðsögumaður var Ingibjörg Eggertsdóttir frá landsskrifstofunni.

Á eftir var keyrt áleiðis til Grindavíkur þar sem Saltfisksetrið var skoðað og snædd súpa og heimabakað brauð. Krísuvíkurhringurinn var tekinn á heimleiðinni og stoppað við hverasvæðið og Kleifarvatn.


 


Allir hjálpuðust að við að komast í gegnum gjánna.