Félags skákmót

26. nóv. 2010

Fyrsta félagsmót Skákfélags Vinjar var haldið í gærkvöldi og mættu þrettán manns.

Tefldar voru sjö umferðir með tíu mínútna umhugsunartíma og allt í járnum, enda félagsbikarinn undir.

Nokkuð var um forföll vegna prófa hjá námsmönnum og einhverjir Vinjarmenn að tefla á öðrum mótum. Þá er ótrúlegt rokk í liðsmönnum og a.m.k. einn með tónleika á sama tíma.

Þó fríðleiksstuðullinn hafi verið í hærri kantinum var liðsmönnum Skákfélags Óskar  boðið, auk nokkurra vina, svona til að hækka hann í topp.  Þær hugðu þó einhverjar á að æfa sig í Víkingaskák fyrir Íslandsmótið sem er í næstu viku.

Þegar líða tók á var ljóst að baráttan yrði milli Hrannars Jónssonar, Árna Kristjánssonar og Jóns Birgis Einarssonar. Óttar Norðfjörð TR maður, setti strik í reikning Hrannars með gildru sem hann veiddi fyrirliðann í. En Hrannar lagði svo Árna í hörkuskák og hafði sigur á stigum.
1.    Hrannar Jónsson                      6
2.    Árni H. Kristjánsson                 6
3.    Jón Birgir Einarsson                5
4.    Óttar M. Norðfjörð                   4
5.    Björn S. Sigurjónsson              4
6.    Jón Gauti Magnússon             3,5
og aðrir minna.