Hrannar Skáklistamaður án landamæra 2

24. apr. 2012

Skáklist án landamæra 2 fór fram í Vin í dag klukkan 13. Ellefu þátttakendur voru skráðir til leiks og að sjálfsögðu barist, ekki síður en í Kópavogi.

Tefldar voru sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma og það var skákstjórinn sjálfur, Hrannar Jónsson, sem hampaði skákbók að lokum.

Allir þátttakendur fengu DVD diska eða skákbækur fyrir vasklega framgöngu og að sjálfsögðu var gert kaffihlé eftir þriðju umferð og hlustað á fréttir af því þegar Geir var lýstur sýkn saka.

Eins og gera mátti ráð fyrir urðu nokkrir þátttakenda kátir og nokkuð slakir eftir þá niðurstöðu en aðrir pínu aggressívir.
Þetta fór samt allt mjög vel að lokum.
 
1: Hrannar Jónsson            6v
2: Hlynur Hafliðason         5
3. Haukur Halldórsson       4
4: Peter Harttree                 4
Fjórir voru með þrjá vinninga og þrír aðeins minna.