Rausnarleg gjöf til starfsemi Vinjar

Helgu G. Halldórsdóttur

17. nóv. 2005

Guðbjörg Sveinsdóttir forstöðumaður Vinjar, Birna Guðbjörnsdóttir, Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða kross Íslands og Sigurjón Egilsson.
Mæðginin Sigurjón Egilsson og Birna Guðbjörnsdóttir komu færandi hendi með 300.000 króna ávísun sem gjöf til Vinjar með þakklæti fyrir hið  góða starf sem þar fer fram. 

Sigurjón hefur verið fastagestur frá upphafi eða í um 12 ár og verið virkur i starfinu. Hann hefur m.a. verið í stjórn ferðafélagsins Víðsýnar. Rauði krossinn þakkar kærlega veittan stuðning og vinsemd.

Rauði kross Íslands rekur fjögur athvörf fyrir geðfatlaða. Þessum athvörfum er ætlað að veita þeim sem eiga við geðfötlun að stríða athvarf þar sem þeir geta komið og t.d. fengið sér heitan mat, lesið, málað, farið í gönguferðir o.s.frv.

Vin er eitt athvarfanna sem er staðsett að Hverfisgötu 47 í Reykjavík. Þar er opið mánudaga til föstudaga frá kl. 9:00 til 16:00, fimmtudaga frá kl. 9:00 til 20:00 og yfir vetrarmánuðina einnig á sunnudögum frá kl. 14:00-17:00. Einnig eru rekin athvörf í Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri.