Vin fær góða gjöf frá sendiráði Þýskalands á Íslandi

13. nóv. 2002

 
 

Dane sendiherra og Reinhard Wineberger sendiráðsritari skoðuðu Vin og ræddu við gesti með Guðbjörgu Sveinsdóttur forstöðukonu og Sigrúnu Árnadóttur framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands. Um þrjátíu manns sækja athvarfið á hverjum degi, sinna þar ýmsum hugðarefnum sínum og borða hádegismat.

Hendrik Bernhard Dane sendiherra Þýskalands afhenti Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir geðfatlaða, 200 þúsund króna ávísun í dag. Féð er úr dánarbúi þýsks manns sem lést á Íslandi í september, en ákveðið var að verja fénu til geðheilbrigðismála hér á landi.