Jólabasar í Vin

29. nóv. 2011

Föstudaginn 2. desember verður jólabasar haldinn í Vin við Hverfisgötuna. Formleg opnun er klukkan 13:30. Lagt verður upp úr huggulegri stemningu, kertaljós og kósýheit. Heitt súkkulaði og vöfflur með rjóma á aðeins 200 kr.

Til sölu verður ýmislegt fallegt sem gestir, sjálfboðaliðar og starfsfólk athvarfsins hafa skapað í tilefni jólanna.

Allt á viðráðanlegu verði og allir hjartanlega velkomnir.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Bestu kveðjur, Vinjargengið.