Sterkir skákmenn í tvöföldu afmælismóti skákfélags Vinjar

29. júl. 2008

Ellefu þátttakendur skráðu sig til leiks í tvöföldu afmælismóti sem skákfélag Vinjar stóð fyrir á mánudaginn.

Mótið var bæði skemmtilegt og spennandi og var elsti þátttakandinn Ágúst Ingimundarson, sem ýmislegt kann fyrir sér í fræðunum, og sá yngsti hin geysiöfluga Elsa María Kristínardóttir sem á framtíðina fyrir sér.

Haldið var upp á fimm ára afmæli skákfélags Vinjar sem stofnað var formlega í júnímánuði 2003, að tilstuðlan Hróksins

Hrannar, Gunnar Freyr og Þorvarður á verðlaunapallinum.
Ágúst Ingimundarson og Gunnar Freyr Rúnarsson.
sem mætti með öfluga sveit meistara á fyrsta mótið. Má þar nefna Thomas Oral, Regínu Pogorna, Luke McShane, Hrafn Jökulsson og Róbert Harðarson, sem einmitt ætlaði að fagna afmæli sínu í gær (þó stóri dagurinn sé í dag, til hamingju Róbert..). En Fide meistarinn geðþekki og varaforseti Hróksins, lá heima í rúmi þar sem elli kelling hafði lagt hann að velli tímabundið. 

Hrannar Jónsson tók að sér skákstjórn þar sem tefldar voru fimm umferðir eftir monradkerfi og umhugsunartími fimm mínútur.

Gunnar Freyr Rúnarson sem er með sterkari skákmönnum landsins, mikill lyftingakappi, hafði sigur með fullu húsi. Mátti hann svo sannarlega hafa fyrir því. Annar kom Þorvarður Ólafsson með 3,5 vinninga, rétt eins og skákstjórinn Hrannar sem náði bronsinu. Með 3 vinninga voru Elsa María Kristínardóttir, Ágúst Ingimundarson og Bjarni Sæmundsson, Bahamameistari. Emil Ólafsson, Finnur Kr. Finnsson, Hreiðar Antonsson og Guðmundur Valdimar Guðmundsson fengu tvo og Arnar Valgeirsson einn.

Allir þátttakendur fengu bókavinninga og eftir verðlaunaafhendinguna var dýrindis kaffiveisla, vöfflur, ís og gúmmelaði og allir þátttakendur fengu bókavinninga.