Minningarskákmót í Vin

26. jan. 2012

Minningarmót um Björn Sigurjónsson í Vin

Á skákdaginn, fimmtudaginn 26. janúar verður haldið minningarmót um Fide meistarann Björn Sölva Sigurjónsson í Vin, Hverfisgötu 47 og hefst það klukkan 13:00.

Björn Sölvi var liðsmaður Skákfélags Vinjar frá stofnun og hefði orðið 63. ára gamall þennan stóra skákdag Íslendinga, en hann lést
þann 22. des. sl. Skákstjóri er fyrirliði Vinjarliðsins, Hrannar Jónsson. Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og vöfflukaffi verður reitt fram eftir þrjár umferðir.

Sigurvegarinn hlýtur glæsilegan bikar auk þriggja lítilla kvera sem Björn Sölvi sendi frá sér fyrir nokkru. Bókavinningar fyrir efstu sætin og happadrætti.

Ferill Björns Sölva var glæsilegur, þrefaldur skákmeistari Kópavogs, Akureyrar- og Reykjavíkurmeistari og landsliðsmaður í bréfskák á sínum tíma

Allt skákáhugafólk hjartanlega velkomið.