Aðstoð í boði

Rauði krossinn stendur fyrir viðamiklu hjálparstarfi á Íslandi. Fjöldi manns er í þörf fyrir sérstaka aðstoð sökum fátæktar, veikinda eða annarra áfalla sem fólk getur orðið fyrir. Hér er hægt að kynna sér hvaða aðstoð hægt er að sækja hjá Rauða krossinum og kynna sér hvernig maður ber sig að við umsóknir um aðstoð. 

Lesa meira
Logo-1717-nytt

Hjálparsíminn 1717 og netspjallið

  • Opið allan sólarhringinn
  • Alltaf ókeypis, þarf ekki inneign til að hringja
  • Algjör trúnaður og nafnleynd - birtist ekki á símreikningum að hringt hafi verið í 1717
  • Er til staðar fyrir þá sem vilja tala um sína hjartans mál í einlægni og trúnaði 
Lesa meira

Neyðarvarnir

Rauði krossinn sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi í þágu almannavarna. Um 750 sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins eru til taks þegar áföll verða

Lesa meira
Photo credit: Gabrielle Motola

Starf með fólki af erlendum uppruna

Rauði krossinn vinnur að ýmsum málum, bæði hvað varðar hælisleitendur og flóttafólk sem og innflytjendur.

Lesa meira

Fatasöfnun og Rauðakrossbúðir

Rauði krossinn tekur við notuðum fatnaði og annarri textílvöru. Fatnaðurinn nýtist til hjálparstarfs hér heima og erlendis og er ein mikilvægasta fjáröflun félagsins. Allar deildir félagsins úthluta fatnaði til einstaklinga og fjölskydna sem búa við þrengingar.jjjj

Lesa meira
_SOS9303

Skyndihjálp

Að kunna skyndihjálp getur bjargað mannslífi. Rauði krossinn á Íslandi er leiðandi í útbreiðslu skyndihjálpar á Íslandi.

Lesa meira
IMG_6464

Alþjóðleg verkefni

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce ultricies purus ut augue faucibus lobortis sit amet eget massa. Ut convallis congue bibendum. Duis malesuada purus sit amet lectus consequat at bibendum sem tempor.

Lesa meira
Heimsoknavinir_kaffibollar

Vinaverkefni

Heimsóknavinir heimsækja gestgjafa sinn að öllu jöfnu einu sinni í viku á heimili eða stofnanir. 450 manns heimsækja um 900 einstaklinga á vegum Rauða krossins

Lesa meira
_28A3469

Skaðaminnkun - Frú Ragnheiður

Rauði krossinn starfrækir skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiði. Frú Ragnheiður var fyrst sett á laggirnar árið 2009 á höfuðborgarsvæðinu og byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar.

Lesa meira
Kvennadeild-pakkad-fyrir-Graenland

Kvennadeild

Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík fagnaði 60 ára afmæli árið 2016. Þar hafa margar af forvígiskonum hreyfingarinnar komið af stað farsælum mannúðarverkefnum sem enn halda áfram að lina þjáningar og bæta líf fólks á Íslandi og um allan heim. 

Lesa meira
Haiti_erlasvava_IMG_8035

Sendifulltrúar

Alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins á Íslandi felst að hluta til í því að senda fólk til starfa þar sem aðstoðar er þörf, hvort sem er til að veita neyðaraðstoð vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara eða til uppbyggingarstarfa og þróunarsamvinnu til lengri tíma.

Lesa meira

Sjúkrabílar

Á hverjum degi flytja sjúkrabílar Rauða krossins að jafnaði milli fjörutíu og fimmtíu sjúklinga. Allir sjúkrabílar á Íslandi, alls 77 á 40 stöðum á landinu, tilheyra Rauða krossinum sem kaupir þá, útbýr tækjum og rekur. Margar deildir félagsins voru stofnaðar af frumkvöðlum sem vildu tryggja þjónustu sjúkrabíls í sínu sveitarfélagi. Nú eru bílarnir reknir með það í huga að um allt land séu ávallt til reiðu vel útbúnir bílar til sjúkraflutninga.

Lesa meira