Raudur_kross_3

Aðstoð í boði

Rauði krossinn stendur fyrir viðamiklu hjálparstarfi á Íslandi. Fjöldi manns er í þörf fyrir sérstaka aðstoð sökum fátæktar, veikinda eða annarra áfalla sem fólk getur orðið fyrir. Hér er hægt að kynna sér hvaða aðstoð hægt er að sækja hjá Rauða krossinum og kynna sér hvernig maður ber sig að við umsóknir um aðstoð. 

Lesa meira
_SOS8734

Neyðarvarnir

Rauði krossinn sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi í þágu almannavarna. Um 750 sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins eru til taks þegar áföll verða

Lesa meira
Logo-1717-nytt

Hjálparsíminn 1717

  • Opið allan sólarhringinn
  • Alltaf ókeypis, þarf ekki inneign til að hringja
  • Algjör trúnaður og nafnleynd - birtist ekki á símreikningum að hringt hafi verið í 1717
  • Er til staðar fyrir þá sem vilja tala um sína hjartans mál í einlægni og trúnaði 
Lesa meira
Kvennadeild-pakkad-fyrir-Graenland

Kvennadeild

Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík fagnaði 60 ára afmæli árið 2016. Þar hafa margar af forvígiskonum hreyfingarinnar komið af stað farsælum mannúðarverkefnum sem enn halda áfram að lina þjáningar og bæta líf fólks á Íslandi og um allan heim.  Lesa meira
3-dagar-hlutfall

3 dagar

3. ára verkefni sem miðar að því að efla viðnámsþrótt almennings á Íslandi fyrir náttúruhamförum og efla viðbragðsgetu Rauða krossins á Íslandi. Verkefnið er stutt myndarlega af Land Rover og BL, umboðsaðila Land Rover á Íslandi.

Lesa meira
149573_4977757560284_1056027541_n

Fólk á flótta

Rauði krossinn sinnir málefnum hælisleitenda og flóttamanna í samvinnu við stjórnvöld og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Alls starfa 36 sjálfboðaliðar Rauða krossins í verkefnum fyrir hælisleitendur. 

Lesa meira
_28A3469

Frú Ragnheiður

Verkefni sem býður jaðarhópum samfélagsins almenna heilsuvernd. Sjálfboðaliðar eru í bílnum Frú Ragnheiði alla virka daga vikunnar.

Lesa meira
_SOS7277--1-

Konukot

Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur. Athvarfið er samstarfsverkefni Rauða krossins í Reykjavík og Reykavíkurborgar.

Lesa meira
_SOS9303

Skyndihjálp

Að kunna skyndihjálp getur bjargað mannslífi. Rauði krossinn á Íslandi er leiðandi í útbreiðslu skyndihjálpar á Íslandi.

Lesa meira
Fataflokkun2_edited-1

Fataverkefni

Rauði krossinn tekur við notuðum fatnaði og annarri textílvöru. Fatnaðurinn nýtist til hjálparstarfs hér heima og erlendis og er ein mikilvægasta fjáröflun félagsins. Allar deildir félagsins úthluta fatnaði til einstaklinga og fjölskydna sem búa við þrengingar.jjjj

Lesa meira
B0f344_Geirix_20110506_10_21_40

Fjölskyldumiðstöð

Fjölskyldumiðstöðin er opin öllum fjölskyldum í vanda. Síminn er 511 1599. Hægt er að panta viðtal mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-12:00. Fjölskyldumiðstöð er staðsett á Suðurlandsbraut 22, 3. hæð.

Lesa meira
Heimsoknavinir_kaffibollar

Heimsóknavinir

Heimsóknavinir heimsækja gestgjafa sinn að öllu jöfnu einu sinni í viku á heimili eða stofnanir. 450 manns heimsækja um 900 einstaklinga á vegum Rauða krossins

Lesa meira
IMG_4248

Geðheilsa

Rauði krossinn kemur að rekstri athvarfa fyrir fólk með geðraskanir og Konukot fyrir heimilislausar konur. Alls starfa rúmlega 300 sjálfboðaliðar í athvörfum um allt land

Lesa meira
312342_4977742439906_957918835_n

Innflytjendur

Rauði krossinn aðstoðar innflytjendur með verkefnum sem hjálpar þeim að fóta sig í íslensku samfélagi. Á þriðja hundrað sjálfboðaliðar starfa með innflytjendum

Lesa meira
Forsida-vertunaes_tilb-3

Vertu næs

Rauði krossinn á Íslandi hvetur landsmenn til þess að bera virðingu fyrir náunganum, sama hvaðan hann er upprunninn.

Lesa meira

Sálrænn stuðningur

Rauði krossinn sinnir sálrænum stuðningi í kjölfar áfalla. Árlega eru yfir 20 neyðarútköll vegna náttúruhamfara eða slysa af ýmsum toga.

Lesa meira
IMG_6249

Sjúkrabílar

Á hverjum degi flytja sjúkrabílar Rauða krossins að jafnaði milli fjörutíu og fimmtíu sjúklinga. Allir sjúkrabílar á Íslandi, alls 77 á 40 stöðum á landinu, tilheyra Rauða krossinum sem kaupir þá, útbýr tækjum og rekur. Margar deildir félagsins voru stofnaðar af frumkvöðlum sem vildu tryggja þjónustu sjúkrabíls í sínu sveitarfélagi. Nú eru bílarnir reknir með það í huga að um allt land séu ávallt til reiðu vel útbúnir bílar til sjúkraflutninga.

Lesa meira
Skeidar

Brjótum ísinn - bjóðum heim

Brjótum ísinn - bjóðum heim er verkefni sem að Rauði krossinn í Kópavogi hefur haft um skeið. Markmiðið er að rjúfa einangrun og efla tengsl milli innflytjenda og Íslendinga með skemmtilegum hætti. Ein kvöldstund er allt sem þarf. 

Lesa meira
Haiti_erlasvava_IMG_8035

Sendifulltrúar

Alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins á Íslandi felst að hluta til í því að senda fólk til starfa þar sem aðstoðar er þörf, hvort sem er til að veita neyðaraðstoð vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara eða til uppbyggingarstarfa og þróunarsamvinnu til lengri tíma.

Lesa meira
CAR-MOYAMBA-SEPT-DEC.-096

Sierra Leóne

Sierra Leone er meðal þeirra landa þar sem lífskjör eru hvað verst. Nærri helmingur þjóðarinnar er á aldurbilinu 0 – 15 ára eða 44,5%. Á árunum 1991 – 2002 geisaði grimmileg borgarastyrjöld í landinu með nauðungarþátttöku þúsunda barna. Landið, sem lengi vel vermdi neðsta sæti lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna, er nú farið að sigla upp listann.

Lesa meira
Kakasus_House-rescue-a

Kákasuslöndin

Rauði krossinn á Íslandi er í samstarfi við danska Rauða krossinn og Rauða kross félög í Georgíu og Armeníu um að efla almannavarnir í Kákasuslöndunum.

Lesa meira
Hvitarussland

Hvíta - Rússland

Rauði krossinn á Íslandi styður fjögur verkefni í Hvíta-Rússlandi á sviði geðheilbrigðis, mansals, upplýsingatækni og fatnaðar. Hvíta-Rússland flokkast sem svokallað „gleymt svæði“ sem þýðir að þrátt fyrir að neyðarástand hafi lengi ríkt á svæðinu fær það litla athygli og aðstoð. Stuðningur Rauða krossins á Íslandi og framlög Utanríkisráðuneytisins skipta því sköpum í landinu.

Lesa meira
Palestina_2014-2

Palestína

Samstarf Rauða krossins á Íslandi og Rauða hálfmánans í Palestínu hófst árið 1993. Verkefni palestínska Rauða hálfmánans á svæðinu hafa síðan þá hlotið stuðning íslenska félagsins, bæði með fjárframlögum íslenska ríkisins og faglegri ráðgjöf starfsmanna Rauða krossins og sendifulltrúa.

Lesa meira
IMG_6464

Malaví

Aðstoð Rauða krossins á Íslandi í Malaví felst í margvíslegum stuðningi við samfélögin í þeim héruðum sem Rauði krossinn á Íslandi starfar. Þar á meðal heilbrigðisþjónustu fyrir mæður og barnshafandi konur, munaðarlaus eða illa stödd börn. Þá styður Rauði krossinn við  fræðslu- og forvarnaverkefni um smitleiðir alnæmis og aðstoð við alnæmissmitaða.

Lesa meira
127_2715

Líbanon

Sívaxandi straumur flóttamanna frá Sýrlandi kallar á enn frekari aðstoð, og neyðaraðgerðir í nágrannaríkjum Sýrlands eru með þeim viðamestu og flóknustu sem hjálparsamtök hafa staðið að í áraraðir. Rauði krossinn á Íslandi styður hjálparstarf á vegum Alþjóðasamband Rauða krossins í Líbanon, Jórdaníu og Írak. Í Jórdaníu er m.a. teppum og gasofnum dreift til flóttafólks en einnig fær flóttafólkið reiðufé til kaupa á lífsnauðsynjum. Í Írak veitir Rauði hálfmáninn aðstoð í þeim fimm héruðum landsins þar sem flest flóttafólk hefur sest að.

Lesa meira