Aðstoð í boði

Stuðningur við fólk í vanda - Neyðaraðstoð

Rauði krossinn um allt land veitir einstaklingum í erfiðleikum aðstoð.

Í desembermánuði er gjarnan meiri aðstoð veitt, oft í samvinnu við Mæðrastyrksnefndir og/eða Hjálparstarf kirkjunnar á hverjum stað.

Í nær öllum tilvikum er neyðaraðstoð veitt í samstarfi við félagsþjónustu, prest eða önnur líknarfélög og samkvæmt ábendingum frá þessum aðilum. 

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir helstu aðstoð sem í boði er:

 

 • Geðheilsuverkefni  Rauða krossins eru athvörf sem staðsett eru víðsvegar um landið.
 • Frú Ragnheiður er sérútbúinn bíll sem sjálfboðaliðar aka um götur borgarinnar og veita skaðaminnkandi heilbrigðisaðstoð og nálaskiptaþjónustu. Frú Ragnheiður er á ferðinni alla daga nema laugardaga frá 18-21.  Hægt er að hringja í síma 7887-123.
 • Ungfrú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni á Akureyri. Sjálfboðaliðar aka um og veita skaðaminnkandi heilbrigðisaðstoð og nálaskiptaþjónustu. Ekið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 20-22. Sími 800-1150. 
 • Áfallasjóður er ætlað að styðja við fólk sem lent hefur í skyndilegu fjárhagslegu áfalli, svo sem í tengslum við sjúkdóma eða slys. ATH! ekki er tekið við umsóknum á tímabilinu 15. júní - 15. júlí. 
 • Fatakort  geta tekjulágir einstaklingar fengið og geta þá sótt sér ókeypis fatnað í verslunum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.  ATH! Meðan á samkomutakmörkunum stendur er fatakortum ekki úthlutað.
 • Félagsvinir eftir afplánun er verkefni ætlað fólki sem hefur nýlokið fangelsisvist.
 • Heimsóknavinir fara vikulega til aldraðra, sjúkra og fólks sem býr við einangrun.
 • Símavinir hringja í fólk sem þess óska tvisvar í viku og spjalla um daginn og veginn. 
 • Karlar í skúrum hittast og vinna að sameiginlegum handverkum.
 • Víða um landið eru starfræktir vinahópar þar sem ákveðinn hópur hittist reglulega, oft í húsnæði Rauða krossins, í ákveðnum tilgangi. Þessir hópar ganga undir ýmsum nöfnum s.s. strákakaffi, kallakaffi, skvísuhópur, konukvöld, vinahús o.s.frv. Nánari upplýsingar er að fá hjá stjórnum eða starfsfólki deilda.

 • Tækifæri er verkefni sem ætlað er að hjálpa ungum einstaklinga sem eru ekki í vinnu eða námi að koma sér aftur út í samfélagið. Það er gert með markmiðasetningu og því að einstaklingarnir sjálfir finni leiðir til að ná settum markmiðum.

 • Opið hús fyrir innflytjendur og flóttafólk er fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í íslensku samfélagi og vantar aðstoð við að finna sér íbúð, vinnu eða þurfa leiðbeiningar varðandi ýmis réttindi.
 • Námsaðstoð er fyrir börn á mismunandi aldri, oftast upp úr fjórða bekk. Námsaðstoð hefur einkum verið hugsuð fyrir börn af erlendum uppruna sem ekki njóta stuðnings af foreldrum sínum við námið.
 • Flóttamenn sem koma á höfuðborgarsvæðið í boði stjórnvalda fá stuðning Rauða krossins fyrsta árið í nýju landi.
 • Leiðsögumenn flóttamanna eru einstaklingar sem aðstoða flóttamenn við að fóta sig í nýju landi.
 • Tómstundasjóði flóttabarna er ætlað að styrkja börn flóttafólks til þess að stunda tómstundir, þar sem ekki fæst styrkur fyrir því annars staðar frá. 

Hægt er að sækja um í áfallasjóð, tómstundasjóð flóttabarna, um fatakort og heimsóknavin eða símavin hér til hliðar. 

Hafðu samband við Rauða krossinn nálægt þér til að fá frekari upplýsingar um verkefni og aðstoð í boði.