• Raudur_kross_3

Aðstoð í boði

Stuðningur við fólk í vanda - Neyðaraðstoð

Deildir Rauða krossins á Íslandi, sem eru 42 um allt land, veita einstaklingum í erfiðleikum aðstoð. Stór hluti þeirrar aðstoðar er veittur í desembermánuði, gjarnan í samvinnu við Mæðrastyrksnefndir og/eða Hjálparstarf kirkjunnar á hverjum stað. Í nær öllum tilvikum er neyðaraðstoð veitt í samstarfi við félagsþjónustu, prest eða önnur líknarfélög og samkvæmt ábendingum frá þessum aðilum. 


  • Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur.
  • Geðheilsuverkefni  Rauða krossins eru athvörf sem staðsett eru víðsvegar um landið. Í Reykjavík má finna Vin sem staðsett er á Hverfisgötu. 
  • Frú Ragnheiður er sérútbúinn bíll sem sjálfboðaliðar aka um götur borgarinnar og veita skaðaminnkandi heilbrigðisaðstoð og nálaskiptaþjónustu.
  • Áfallasjóður er sjóður sem þeir geta sótt um aðstoð úr sem hafa lent í skyndilegu fjárhagslegu áfalli, svo sem í tengslum við sjúkdóma eða slys.
  • Fatakort  geta tekjulágir einstaklingar fengið og geta þá sótt sér ókeypis fatnað í verslunum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
  • Heimsóknavinir fara vikulega til aldraðra, sjúkra og fólks sem býr við einangrun.
  • Opið hús fyrir innflytjendur og flóttafólk er fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í íslensku samfélagi og vantar aðstoð við að finna sér íbúð, vinnu eða þurfa leiðbeiningar varðandi ýmis réttindi.
  • Heilahristingur veitir heimanámsaðstoð fyrir skólafólk upp úr fjórða bekk, einkum börn af erlendum uppruna sem ekki njóta stuðnings af foreldrum sínum við námið.
  • Flóttamenn sem koma á höfuðborgarsvæðið í boði stjórnvalda fá stuðning Rauða krossins fyrsta árið í nýju landi. 
  • Leiðsögumenn flóttamanna eru einstaklingar sem aðstoða flóttamenn við að fóta sig í nýju landi.

Hægt er að sækja um í áfallasjóð, um fatakort og heimsóknarvin hér til hliðar.