• Heimsoknavinir_kaffibollar

Umsókn um heimsóknavin, símavin eða gönguvin.

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. 

Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis.  Beiðnir eru breytilegar, en reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafanna  eins og kostur er. Viðmið er að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvar heimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknavini.

Símavinir talast við í síma tvisvar í viku og spjalla í hálftíma í senn um daginn og veginn, í stað þess að heimsækja fólk á stofnanir eða inn á einkaheimili. Fundinn er fastur tími sem báðum aðilum hentar. Þar sem sími er notaður eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini hvar sem er á landinu. Einnig er hægt að fá tímabundinn símavin á meðan Covid-faraldur gengur yfir.

Gönguvinir er verkefni Rauða krossins sem er tilvalið fyrir þá sem vilja njóta útiveru og góðrar samveru. Gönguvinir fara út að ganga einu sinni til tvisvar í viku klukkutíma í senn.

Hér að neðan er hægt að fylla út form ef óskað er eftir því að fá heimsóknavin, símavin tímabundinn símavin eða gönguvin.

Ef þú vilt gerast heimsóknavinur eða símavinur  sæktu þá um að gerast sjálfboðaliði og taktu fram í athugasemdum hvaða verkefni þú hefur áhuga á.

Hafðu samband við Rauða kross deildina næst þér til að kanna hvaða möguleikar eru í boði.


Fá heimsóknavin/símavin/gönguvin

Athugið: Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.

Uppgefnar upplýsingar verða hýstar í skráningarkerfum Rauða krossins í þeim tilgangi að afgreiða skráninguna.
Um meðferð persónuupplýsinga má lesa í persónuverndarstefnu félagsins.