Umsókn um þátttöku í vinaverkefnum
Heimsóknavinur, hundavinur, símavinur, félagsvinur
Vinir (heimsókna-, hunda-, göngu- og símavinir) eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili.
Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Beiðnir eru breytilegar, en reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafanna eins og kostur er. Viðmið er að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvar heimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknavini
Félagsvinir eftir afplánun er ætlað fólki sem hefur nýlokið fangelsisvist. Það er mikilvægt að fá stuðning þegar afplánun lýkur en mörgum getur reynst erfitt að hefja nýtt líf. Félagsvini er ætla að aðstoða við ýmislegt sem snýr að daglegu lífi, s.s. húsnæðis- og atvinnuleit, viðtöl við félagsráðgjafa, skipulagningu fjármála og uppbyggingu á heilbrigðu félagsneti.
- Heimsóknavinur
- Hundavinur
- Símavinur (hægt að sækja um tímabundinn símavin á meðan Covid-faraldur gengur yfir)
- Gönguvinur
- Félagsvinir eftir afplánun
Ef þú vilt gerast vinur sæktu þá um að gerast sjálfboðaliði.
Hafðu samband við Rauða kross deildina næst þér til að kanna hvaða möguleikar eru í boði.