3 dagar
Viðnámsþróttur Íslendinga við náttúruhamförum
Hvert og eitt heimili þarf að geta verið sjálfu sér nægt í 3 daga ef hamfarir og neyðarástand dynur yfir.
Er heimilisáætlun og viðlagakassi á þínu heimili?
Af hverju 3 dagar?
Ef slokknar á öllu, net- og símasamband dettur og/eða vegir verða ófærir er mikilvægt að hvert heimili geti verið sjálfu sér nægt í a.m.k. 3 daga.
Góður undirbúningur minnkar álag á viðbragðsaðilum t.d. björgunarsveitum.
Að vera vel undirbúin getur jafnvel bjargað mannslífum. Öll heimili ættu að vera með heimilisáætlun og viðlagakassa tilbúinn.
Fyrir hverja er 3 dagar?
Alla! Náttúruhamfarir og slæmt veður getur dunið á á Íslandi hvar sem er og með litlum fyrirvara.
Bakgrunnur
Þjóðin fær reglulega að kynnast áhrifum eldgosa, jarðskjálfta, ofanflóða, jökulhlaupa og óveðra.
Rauði krossinn á Íslandi er mikilvægur hluti af kerfi almannavarna á Íslandi. Félagið leiðir fjöldahjálp og áfallahjálp í kjölfar náttúruhamfara og annarra alvarlegra atburða.