Heimilisáætlun

Mikilvægt er að heimilisáætlun sé til staðar þar sem náttúruhamfarir og veðrabrigði gerast oft án viðvörunar. Til að sporna við skaða á bæði híbýlum og fólki þarf fyrirfram undirbúin viðbrögð. 

Í hvers kyns hamförum hafa flestir mestar áhyggjur af sínum nánustu og því er heimilisáætlun nauðsynleg. Samkvæmt Almannavörnum felst heimilisáætlun í fjórum megin skrefum:


  • Hættumat - Hvað gæti gerst
  • Forvarnir - Hvernig er hægt að minnka líkur á slysum og tjóni í kjölfar hættuástands?
  • Viðbragðsáætlun - Hvernig eigum við að bregðast við?
  • Æfingar-upprifjun-endurskoðun - Hvað og hvernig eigum við að æfa okkur?

Á vef Almannavarna  má finna mjög greinagóða lýsingu á hvernig setja eigi upp heimilisáætlun og hvetur Rauði krossinn alla til að kynna sér hana til hlítar.