• Forsida-vertunaes_tilb-3

Vertu næs

Vefsíða Vertu næs verkefnisins

Á Íslandi búa 320.000 manns og þar af eru um 10% af erlendum uppruna, eða um þrjátíu þúsund einstaklingar. Undanfarin ár hefur borið á því að fólki sé mismunað eftir þjóðerni, til dæmis þegar kemur að atvinnu og húsnæðismálum. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið allt. 

Rauði krossinn á Íslandi hvetur landsmenn til þess að bera virðingu fyrir náunganum - að vera næs - sama hvaðan hann er upprunninn. Þá hvetur Rauði krossinn fólk til að líta í eigin barm, skoða hvernig það kemur fram við fólk sem hefur annan bakgrunn, annað litaraft eða aðra trú en það sjálft og athuga hvort það getur gert betur. 

 

Á http://www.vertunaes.is má nálgast alls kyns upplýsingar um innflytjendur á Íslandi, hvaðan þeir koma og hver staða þeirra er í íslensku samfélagi. Í boði eru námskeið sem fyrirtæki eða einstaklingar geta fengið til þess að upplýsa um leiðir til að forðast ómeðvitaða eða meðvitaða mismunun.

Mynd---unglingar

https://www.youtube.com/watch?v=KtimKmHvGZohttps://www.youtube.com/watch?v=37Y6aS2k4QEhttps://www.youtube.com/watch?v=ZdRkX0NjyXY