• IMG_6464

Alþjóðleg verkefni

Rauði krossinn á Íslandi styður við fjöldamörg verkefni erlendis.

Bæði er Rauði krossinn með langtímaverkefni auk þess að þegar neyðarástand skapast fer Rauði krossinn af stað. Líkja má Rauða kross hreyfingunni við alþjóðlegt tryggingarkerfi, sem fer í gang þegar allt annað þrýtur. Íslendingar nutu aðstoðar Alþjóðahreyfingar Rauða krossins í Vestmannaeyjagosinu, sem brást veglega við þeirri hjálparþörf sem þá myndaðist.

Rauði krossinn á Íslandi leggur metnað sinn í að bregðast hratt við neyð, hvar sem er í heiminum. Sjálfboðaliðar í hverju landi hafa fengið þjálfun til að bregðast við skyndilegri neyð. Ef neyðin er svo stór að ekki dugar til það sem hægt er að útvega heima fyrir, þá kemur alþjóðahreyfingin til hjálpar.

Rúmlega 200 sendifulltrúar eru reiðubúnir til að stökkva til þegar kallið berst.

Hér til hliðar má kynna sér alþjóðleg verkefni sem Rauði krossinn á Íslandi vinnur að.