• Raudurkross_akureyr_fatakross

Fatasöfnun

Fatasöfnun Rauða krossins er bæði frábær endurvinnsla auk þess að fólk leggur félaginu lið með því að gefa fatnað og styrkir þannig neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis.

Fatnaður, skór og annar textíll sem gefinn er til Rauða krossins er:

  • flokkaður og gefinn þurfandi hér á landi 
  • flokkaður og gefinn þurfandi erlendis 
  • flokkaður og seldur í Rauðakrossbúðunum 
  • seldur beint til útlanda og ágóðinn rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins 
Stærstu samstarfsaðilar Rauða krossins eru Sorpa hf. og Eimskip/Flytjandi.  Á höfuðborgarsvæðinu er Rauði krossinn í samstarfi við Sorpu um söfnun á fatnaði og eru söfnunargámar á öllum endurvinnslustöðum Sorpu. Eimskip flytur fatagáma félagsins milli landshluta og til útlanda á góðum kjörum. Um er að ræða mikilvægan styrk til fatasöfnunarverkefnis Rauða krossins.

Taka þátt?
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt geturðu skráð þig hér á vefnum  og taktu fram í athugasemdum að þú hafir áhuga á þessu verkefni. Það er alltaf þörf á fleiri sjálfboðaliðum í fataflokkunina okkar.

Hvert fer ég með fötin?
Á höfuðborgarsvæðinu eru söfnunargámar á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu og grenndarstöðvum. Lista yfir móttökustöðvar má finna hér.

Víða um land eru söfnunargámar en sums staðar taka deildir Rauða krossins við fatnaði. Hafðu samband við deildina á þínu svæði eða kannaðu hvort þitt sveitarfélag er á þessum lista.

Fatasöfnun Rauða krossins er staðsett að Skútuvogi 1, Reykjavík, sími 587 0900, 767 4000, netfang [email protected]