• Fotsemframlag_eyjafirdi20150911_132508

Föt sem framlag

Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag prjóna og sauma föt í pakka sem sendir eru til þeirra sem á þurfa að halda. Undanfarin ár hafa fatapakkarnir verið sendir til Hvíta Rússlands en þar er mikil fátækt og gríðarlegir kuldar.

Brugðist er við ef neyð skapast annarsstaðar í heiminum. Fatapakkarnir hafa komið að góðum notum og sér Rauði krossinn í viðtökulandi um að dreifa pökkunum til þeirra sem á þurfa að halda. 

Innihald fatapakkana er valið á þann hátt að það nýtist sem best. Í pökkunum er peysa, buxur, nærfatnaður, sokkar, húfa, teppi, handklæði og lak.

Verkefnið Föt sem framlag er starfrækt í mörgum deildum Rauða krossins um land allt. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu þá geturðu haft samband við Rauða kross deildina í þínu sveitarfélagi eða fyllt út formið hér (taktu fram í athugasemdum að þú hafir áhuga á verkefninu Föt sem framlag).

Rauði krossinn í Kópavogi:

Síðasta miðvikudag í mánuði (ágúst-maí) kl. 14-16. Sími 570-4000 eða kopavogur@redcross.is

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ:

Í Hafnarfirði einu sinni í viku á þriðjudögum, Strandgötu 24 kl. 13-15

Í Garðabæ 2. og 4. hvern miðvikudag í mánuði á Hjúkrunarheimilinu Ísafold, Strikinu 3 kl. 13-15. Sími 565-1222 eða hafnarfjordur@redcross.is

Rauði krossinn í Mosfellsbæ:

Miðvikudaga klukkan 13:00-16:00. Sími 898-6065 eða moso@redcross.is

Img_3114

Fot-sem-framlag

 

Hér að neðan er hægt að sjá myndbönd úr starfinu. 

https://www.youtube.com/watch?v=1cDCg05vKd0

https://www.youtube.com/watch?v=FVwon5R4k-0