Verslanir

Notuð föt, dýrgripir og gersemar.

Rauði krossinn rekur 13 verslanir um land allt þar sem seld eru notuð föt og skór á afar góðu verði. Fataverslanirnar eru ein helsta fjáröflun Rauða krossins og afar mikilvægar sem slíkar. Í öllum verslunum sjá sjálfboðaliðar um afgreiðslu. Á höfuðborgarsvæðinu eru sjálfboðaliðar um 140 talsins.

Ef þú vilt ganga til liðs við okkar góða hóp fylltu þá út formið hér og taktu fram í athugasemdum að þú hafir áhuga á að starfa í verslununum.  Haft verður samband hið fyrsta. 

Tekjulágir einstaklingar og fjölskyldur geta sótt um fatakort hjá Rauða krossinum. Fatakortin eru úttektarheimild og eru ígildi peninga sem hægt er að nota í öllum verslunum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Hér má nálgast nánari upplýsingar um fatakortin.

Athugið að ekki er tekið við fatnaði í verslununum sjálfum heldur aðeins í gámum sem eru víðsvegar um landið. Hér má finna upplýsingar um staðsetningar fatamóttöku.

_SOS9724

Verslanir:

Reykjavík
Laugavegur 12, sími 551 1414
Laugavegur 116 (við Hlemm), sími 551 3443
Skólavörðustígur 12 (gengið inn frá Bergstaðastræti), sími 544 4411
Mjóddinni, sími 566 5080
Opið mánudaga til föstudaga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-16. 
Á sunndögum er opið á Laugavegi 12 kl. 12-16.


Hafnarfjörður
Strandgata 24, sími 565 0030

Opið mánudaga til föstudaga klukkan 12-18, laugardaga klukkan 11-15.


Reykjanesbær
Smiðjuvellir 8. Opið miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 13-17.

Borgarnes
Borgarbraut 4. Opið fimmtudaga kl. 15-18, föstudaga kl. 14-18 og laugardaga kl. 12-15.

Akureyri
Viðjulundur 2. Opið virka daga kl. 13-17.

Húsavík
Garðarsbraut 44. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15 - 17. Fyrsta laugardag í hverjum mánuði er opið frá kl 11-15

Stöðvarfjörður
Fjarðarbraut 48. Opið laugardaga frá kl. 14-16.

Eskifjörður
Stóra Rauðakrossbúðin er staðsett á efri hæð Samkaupa og er opin laugardaga kl. 12-14 og fimmtudaga kl. 16-18. 

Egilsstaðir 
Fatabúð og Nytjahús er við Dynskóga 4
Nytjahúsið  og fatabúðin eru opin á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 16-18 og laugardögum kl. 12-14.

Þórshöfn
Félagsaðstaða eldri borgara. Verslunin er opin á fimmtudögum kl. 16-18 og laugardögum kl. 14-16.