• 149573_4977757560284_1056027541_n

Fólk á flótta

Umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk

A-Syrian-refugee-holds-he-009

Rauði krossinn á Íslandi er hlutlaus og óhlutdræg mannúðarhreyfing sem leitast við að vernda og aðstoða fórnarlömb átaka og náttúruhamfara. Rauði krossinn á Íslandi gegnir ákveðnu stoðhlutverki við stjórnvöld þegar kemur að tilteknum málaflokkum, s.s. á sviði almannavarna, heilsuverndar, velferðar og málefna útlendinga.

Rauði krossinn á Íslandi hefur starfað með flóttafólki frá árinu 1956 þegar fyrsti hópur flóttamanna kom til Íslands í boði ríkisstjórnarinnar, eða það sem í daglegu tali nefnast kvótaflóttamenn.

Síðan þá hefur félagið gegnt lykilhlutverki í vali, aðlögun og hagsmunagæslu flóttafólks ásamt aðstoð og þjónustu við fólk í leit að alþjóðlegri vernd.

Algeng hugtök


  • Umsækjendur um alþjóðlega vernd eða hælisleitendur – sá sem óskar eftir alþjóðlegri vernd í öðru ríki er skilgreindur sem slíkur þangað til umsókn viðkomandi hefur fengið endanlega afgreiðslu hjá stjórnvöldum. Með umsókninni er einstaklingurinn að biðja stjórnvöld um viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamaður, hugtak sem skilgreint er í lögum og Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að.
  • Flóttafólk – þegar einstaklingur hefur fengið umsókn sína um alþjóðlega vernd afgreidda fær hann annaðhvort synjun, þ.e. ekki viðurkenningu á því að vera flóttamaður, eða veitingu dvalarleyfis og viðurkenningu á því að vera skilgreindur flóttamaður með þeim réttindum sem fylgja samkvæmt lögum.
  • Kvótaflóttafólk – einstaklingum sem boðið er að koma til ríkis á vegum stjórnvalda eru gjarnan nefndir kvótaflóttafólk. Þau þurfa ekki að ganga í gegnum það ferli og þá málsmeðferð sem umsækjendur um alþjóðlega vernd þurfa að ganga í gegnum.

Þá hefur Rauði krossinn undirritað samning við velferðarráðuneytið um stuðning við einstaklinga sem fengið hafa stöðu sem flóttafólk hér á landi til þess að aðstoða þau við að fóta sig í nýju landi. Rauði krossin hefur sinnt móttöku kvótaflóttafólks verið sinnt allt frá árinu 1956 eins og áður segir.

Rauði krossinn er í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og hefur verið síðan 2001.

Hér til hliðar má finna svör við ýmsum algengum spurningum er varða umsóknir um alþjóðlega vernd og praktíska hluti í tengslum viðumsóknarferlið og þjónustu í boði.

201345233258596734_20