• 396110_4977753200175_1495394022_n

Flóttafólk

Hér er að finna verkefni í þágu flóttafólks sem sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins vinnur að. Ef þig langar til að vera með getur þú lagt inn umsókn hér. Ef þú veist hvaða verkefni þú hefur áhuga á, endilega taktu það fram í athugasemdum. 

Leiðsögumenn flóttafólks

Leiðsögumenn flóttafólks kynnast og aðstoða n‎‎ýkomna einstaklinga sem hlotið hafa alþ‏jóðlega vernd á Íslandi.

Markmið verkefnisins er að styðja fólk til sjálfstæðis í nýju landi með því að gera þeim kleift að nýta hæfileika sína og þau tækifæri sem eru fyrir hendi til að farnast vel á Íslandi. Leiðsögumaðurinn getur orðið vinur þess n‎‎ýkomna, svarað spurningum um lífið á Íslandi, æft íslensku eða ensku, talað um íslenska menningu og/eða aðstoðað við praktísk úrlausnarefni eins og atvinnuleit, skólaumsóknir og þ‎‎ýðingu bréfa sem berast á íslensku.‎

Sjá nánari upplýsingar hér.

Til að óska eftir leiðsögumanni á Akureyri eða til að gerast leiðsögumaður hafið samband við Lindu (lindagudmunds(hja)redcross.is) eða Ingibjörgu (ingibjorgh(hja)redcross.is).

RK-2-1

Photo credit: Gabrielle Motola

Opið hús fyrir innflytjendur og flóttafólk / Open house for immigrants and refugees

Sjá nánari upplýsingar hér.

Velkomin til Íslands

Námskeiðið Velkomin til Íslands er fyrir alla þá sem koma nýir til Íslands og vilja kynnast íslenskri menningu og alla þá sem vilja kynnast menningu frá heimalöndum þátttakenda. Markmiðið er að fólk komi saman, kynnist og deili hugmyndum, háttum og vangaveltum.

Ef þú vilt vera með hafðu þá samband við ulfhildur@redcross.is

Welcome to Iceland

The course aims to introduce Icelandic culture to participants and the participants culture to Icelanders. In this program the Red Cross invites Icelanders and newcomers to come together and share ideas, to gain insight into each other's traditions and habits, thoughts and beliefs and get to know each other.

In the program common questions and challenges of newcomers are also tackled, such as how to find housing and employment in a new foreign country, where to find the right food and how to get to know people and gain friends. Participants will get a chance to share with the group their worries and interests, raise questions and get answers. 

Please contact ulfhildur@redcross.is for more information.

Tómstundasjóður flóttafólks

Tómstundasjóði flóttafólks er ætlað að styðja börn flóttafólks búsettu hér á landi til að stunda tómstundir sem ekki fæst styrkur fyrir annars staðar. Sjá nánar um umsóknarferlið og reglur sjóðsins hér.

Hægt er að fá úthlutað úr sjóðnum fyrir:

  • börn sem koma án fylgdarmanna til landsins
  • börn flóttafólks sem boðin er búseta hér á landi (kvótaflóttafólk)
  • börn flóttafólks sem fá stöðu flóttamanns í kjölfar hælismeðferðar
  • börn flóttafólks sem fá vernd af mannúðarástæðum
  • börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd hér á landi

Úthluta má úr sjóðnum allt þar til börn hafa fengið búsetuleyfi hér á landi eða í allt að 4 ár frá því þau hljóta stöðu flóttamanns eða fá vernd af mannúðarástæðum. Hægt er að sækja um tvisvar á ári fyrir hvert barn. Úthlutað er allt að 30.000 kr. á ári fyrir hvert barn.

Ef styrkur er veittur fyrir hámarksupphæð í einni úthlutun fæst ekki önnur úthlutun það ár.

Styrkhæfar tómstundir

Styrki úr sjóðnum má veita til hvers kyns tómstunda barna enda er það val barnanna og fjölskyldna þeirra hvaða tómstund er stunduð. Styrkir geta því verið fyrir námskeiðum, tónlistarnámi, íþróttaiðkun, dansnámi eða annars konar tómstund og ferðum þeim tengdum. 

Umsóknarferli / How to apply

Fylla skal út  meðfylgjandi eyðublað  og senda það til deildar Rauða krossins  í búsetusveitafélagi. 

Here is an application form that has to be filled out and sent to the Red Cross branch in your municipality.

Styrkir eru ýmist greiddir beint inn á reikning forráðamanns þess barns sem sótt er um fyrir að því tilskyldu að reikningar séu lagðir fram eða að reikningar eru greiddir beint. Ef spurningar vakna varðandi sjóðinn eða umsóknarferlið endilega hafið samband á netfangið johannagud@redcross.is eða í síma 570 4000.

150904_FOR_EuropeMigrantsItaly.jpg.CROP.promo-xlarge2