• _28A3469

Frú Ragnheiður

Skaðaminnkun

Lestu um Ungfrú Ragnheiði á Akureyri hér neðar á síðunni.

Frú Ragnheiður – skaðaminnkun  er verkefni sem hefur það markmið að ná til jaðarsetta hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, sex kvöld í viku.

Í Frú Ragnheiði er annars vegar starfrækt hjúkrunarmóttaka þar sem einstaklingar geta komið og fengið heilbrigðisaðstoð eins og aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu, saumatöku og almenna heilsufarsráðgjöf. 

Hins vegar er boðið upp á nálaskiptaþjónustu, þar sem einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, nálabox og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í nálaskiptaþjónustunni er einnig aðgengi að smokkum og skaðaminnkandi ráðgjöf um öruggari leiðir í sprautunotkun og smitleiðir á HIV og lifrarbólgu. Að auki eru hægt að skila notuðum nálaboxum í bílinn til förgunar. Frú Ragnheiður er í samstarfi við Landspítalann um förgun á nálaboxum. 

Ef þú vilt gerast sjálfboðaliði í Frú Ragnheiði fylltu þá út formið hér og haft verður samband við þig.

_28A3411

Ferðaáætlun
Frú Ragnheiður er á ferðinni alla daga nema laugardaga frá kl. 18-21. 

 - Skógarhlíð 6 (bílastæði) kl 18:00-18:30
-  Á ferðinni kl 18:30-19:30
-  Gistiskýlið kl 19:30-20:00 (nema þriðjudaga og föstudaga)
-  Á ferðinni kl 20:00-21:00

Færanleg þjónusta er frá 18:30-19:30 og 20:00-21:00.

 Hægt er að hringa í síma 7887-123 og mæla sér mót við Frú Ragnheiði sem hittir á viðkomandi hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu. Í Frú Ragnheiði er öll þjónustan í nafnleynd og þar er 100% trúnaður. 

Verið velkomin að hringja og líta inn til okkar.

Þjónustan í Frú Ragnheiði

Eitt meginmarkmið verkefnisins er að draga úr sýkingum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda einstaklingum aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og öðrum sprautubúnaði og almennri fræðslu um skaðaminnkun. Þannig er hægt með einföldum og ódýrum hætti að draga verulega úr líkum á því að einstaklingur þurfi í framtíðinni á kostnaðarsamri heilbrigðisþjónustu að halda, sem og auka lífsgæði hans miðað við aðstæður. 

Verkefnið byggir á sjálfboðnu starfi fjölbreytts hóps einstaklinga sem standa að meðaltali tvær vaktir í mánuði. Stærsti einstaki faghópur sjálfboðaliða eru hjúkrunarfræðingar en einnig eru í hópnum læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumikli einstaklingar.

Sendu verkefnastjóra tölvupóst  eða fylltu út formið hér til að gerast sjálfboðaliði.

Ungfrú Ragnheiður

Ungfrú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni starfrækt á Akureyri. Þjónusta við skjólstæðinga felst m.a. í að dreifa sprautum og sprautu­nálum til fólks sem sprautar vímuefnum í æð, og veita þessu fólki aðstoð með sáraumbúnað og fleira. 
Ungfrú Ragnheiður er á ferðinni frá kl. 20-22 á mánudögum og fimmtudögum. Hægt er að hafa samband án endurgjalds í síma 800 1150