• IMG_4248

Geðheilsa

Athvörf fyrir fólk með geðraskanir

Rauði krossinn rekur eitt athvarf fyrir fólk með geðraskanir á höfuðborgarsvæðinu, Vin í Reykjavík. Athvarfið er rekið með stuðningi Reykjavíkurborgar.

 Markmið athvarfa er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðsjúkdóma að stríða.

Lögð er áhersla á að virkja gesti til þátttöku í starfsemi athvarfanna og ákvarðanatöku. Gestir stjórna húsfundum og ganga í flest þau störf sem þörf er á, allt eftir getu hvers og eins. Lögð er áhersla á að draga fram hjá hverjum og einum þá styrkleika sem í honum búa og styðja þannig viðkomandi, þrátt fyrir veikindi og ýmsa erfiðleika, til að ná markmiðum sem þeir setja sér til aukinna lífsgæða.

Rauði krossinn stofnaði ýmis athvörf sem nú eru rekin af sveitarfélögum. Sjálfboðaliðar Rauða krossins koma enn að athvörfunum með ýmsum hætti, s.s. með heimsóknum og laugardagsopnunum.

Hafið samband til að fá nánari upplýsingar:

Vin, Hverfisgötu 47, Reykjavík, sími 561-2612, netfang  vin@redcross.is.

Laut, Brekkugötu 34, Akureyri, sími 462-6632, netfang  laut@simnet.is.

HVER, Kirkjubraut 1,  Akranesi, sími 431 2040, netfang  hver@akranes.is.

Ásheimar, Miðvangi 22,  Egilsstöðum, sími 470 0795,  asheimar@egilsstadir.is.

Vesturafl, Mánagötu 6.  Ísafirði sími 456 4406, netfang  vesturafl@isafjordur.is.

Stelpa-cover-banner