• IMG_5823--2-

Laut - Athvarf

Lautin er sjálfseignarstofnun en sjálfboðaliðar Rauða krossins við Eyjafjörð sjá um að halda úti opnun Lautar á laugardögum. Daglega heimsækja Laut um 15 einstaklingar. Markmið með rekstri Lautar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða. Þannig hefur starfsemi Lautar einkum fjóra megin hornsteina að leiðarljósi, en þeir eru að:

 • Stuðla að Heilsu og vellíðan
 • Hvetja til samfélagslegrar þátttöku og virkni
 • Auka persónulega færni, vellíðan og sjálfseflingu
 • Virkja daglega iðju, sköpun, tjáningu og menningarlega upplifun

 Til að ná framantöldum markmiðum leggur starfsfólk Lautar mikla áherslu á fjölbreytni í daglegu starfi þar sem bæði er boðið upp á stuðningsviðtöl og almenna ráðgjöf og einnig stuðlað að öflugu félagsstarfi. Sem dæmi má nefna að innan Lautar er:

 • Kvikmynda- og rokkklúbbur
 • Handavinna og föndur
 • Blaða- og bóklestur
 • Spilað og telft
 • Daglegar gönguferðir og vikulegar sundferðir
 • Bíóferðir og hvað annað sem gestir hafa áhuga á hverju sinni
 • Einnig eru haldnir árstíðarbundnir viðburðir fyrir gesti og starfsfólk Lautar, s.s jólahlaðborð, þorrablót og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn svo eitthvað sé nefnt.

 Gestum Lautar býðst að kaupa mat í hádeginu fyrir 500 krónur og kaffi fyrir 100 krónur, en maturinn er eldaður af starfsfólki og gestum Lautar.

 Lögð er sérstök áhersla á að skapa aflappað og heimilislegt andrúmsloft þar sem gestir geta komið á eigin forsendum og notið þeirrar þjónustu sem í boði er.

 Trúnaðar er gætt um öll þau mál sem fram fara í Laut.

  Opnunartími Lautar

Alla virka daga:  09:30 – 15:45

Laugardaga: 13:00 – 16:00

Sumaropnun: 09:30 – 15:00

Stelpa-cover-banner