Vin - Athvarf
Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossinum í Reykjavík sem fræðslu- og batasetur sem er opið alla virka daga.
Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr endurinnlögnum á geðdeildir, efla þekkingu okkar og annarra á málefnum geðsjúkra og skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og tekið er tillit til hvers og eins.
Þeir sem sækja Vin koma á eigin forsendum og eru kallaðir gestir. Þeir taka virkan þátt í starfseminni sem er margvísleg.
Unnið er samkvæmt grundvallarmarkmiðum Rauða krossins/Rauða hálfmánans með áherslu á mannúð og virðingu. Horft er á einstaklinginn og getu hans til sjálfshjálpar og sjálfsvirðingar. Veittur er stuðningur og ráðgjöf með áherslu á tengsl og samspil.
Vin er staðsett að Hverfisgötu 47, sími 561 2612 og 561 2721.
Opið er alla virka daga frá kl.10.00 til kl.15.45 og á sunnudögum kl.14.00-17.00
Sendu verkefnastjóra tölvupóst .