• 312342_4977742439906_957918835_n

Innflytjendur

 Rauði krossinn leggur áherslu á málefni innflytjenda í starfi sínu og lýtur starfið bæði að því að aðstoða innflytjendur með sérstökum verkefnum sem aðstoða þau við að fóta sig betur í íslensku samfélagi og að því að fá innflytjendur til liðs við Rauða krossinn og taka virkan þátt í starfi og stefnumótun félagsins.  

Hér að neðan má kynna sér helstu verkefni er tengjast innflytjendum.

Tölum saman

Í verkefninu Tölum saman hittast flóttafólk og Íslendingar til þess að æfa íslensku saman.

Flestir einstaklingar sem hér hljóta alþjóðlega vernd vilja bæta íslenskukunnáttu sína vegna þess að hún gerir þeim kleift að byggja upp sterk og varanleg tengsl við Íslendinga. Kunnáttan veitir þeim betra aðgengi að íslensku kerfi, að íslenskum vinnumarkaði og greiðir leið fólks til að sækja sér frekari menntun. Þú getur aðstoðað þessa einstaklinga með því að verða tungumálavinur.

Tungumálavinir eru sjálfboðaliðar í verkefninu Tölum saman. Sjálfboðaliðar hitta einstaklinga eða pör sem nýlega hafa hlotið alþjóðlega vernd með það að markmiði að æfa íslensku. Hægt er að notast við óformlegt spjall eða aðrar æfingar sem henta hverju sinni. Það má til dæmis leggja áherslu á orðaforða sem tilheyrir ákveðinni iðn eða menntun eða orðaforða sem auðveldar samskipti foreldra við skólakerfið. Sjálfboðaliðar geta einnig stutt við þau sem eru í formlegu íslenskunámi með því að aðstoða við heimanám. Þetta eru bara hugmyndir að þeim fjöldamörgu leiðum sem hægt er að fara þegar æfa á íslensku.

Hlutverk sjálfboðaliðans er ekki að vera kennari. Sjálfboðaliðarnir eru venjulegir Íslendingar, eins og þú, sem hafa áhuga á að deila orðaforða íslenskrar tungu með öðrum. Hægt er að hittast á bókasafni eða á heimili viðkomandi og gert er ráð fyrir að verkefnið vari í 6 mánuði. Hist er hverja viku, klukkutíma í senn.

Hvaða kröfur gerum við til tungumálavina?

- Að þú sért 20 ára eða eldri
- Að þú hafir brennandi áhuga fyrir því að deila tungumáli þínu með öðrum
- Að þú skiljir og deilir mannúðlegum gildum okkar
- Að þú hafir eina klukkustund lausa á viku yfir 6 mánaða tímabil

Hvað getum við boðið þér?

- Sértæka þjálfun til að koma þér af stað
- Opin aðgang að öllum námskeiðum Rauða krossins, einnig skyndihjálparnámskeiðum
- Skemmtilega og þroskandi reynslu sem sjálfboðaliði
- Tækifærið til að hitta fólk sem er svipað þenkjandi
- Starfsreynslu til að setja á ferilskrá þína

Vilt þú gerast tungumálavinur? Sendu inn umsókn hér eða sendu okkur póst á [email protected]


Hér
geturðu lesið um reynslu nokkurra þátttakendur í verkefni Tölum saman og Leiðsöguvinir.

Leiðsöguvinir

Í verkefninu Leiðsöguvinir hittast flóttafólk og Íslendingar til að kynnast hvort öðru betur.

Flóttafólk á Íslandi vill flest kynnast Íslendingum til að stækka félagslegt net sitt, til að spyrja spurninga um lífið á Íslandi eða vegna þess að það er gaman að eignast vini og kunningja á nýja staðnum. Þú getur aðstoðað þessa einstaklinga eða fjölskyldu með því að verða leiðsöguvinur.

Leiðsöguvinir eru sjálfboðaliðar sem taka að sér að hitta og kynnast einstaklingum eða fjölskyldum sem nýlega hafa hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Leiðsöguvinir verða vinir þeirra nýkomnu, svara spurningum um lífið á Íslandi, tala um íslenska menningu og hefðir og hvað annað sem þátttakendum býr í brjósti. Þeir byggja brýr á milli fólks með ólíkan bakgrunn og hjálpa þeim að finna sinn stað á Íslandi. Leiðsöguvinir vísa veginn.

Markmið verkefnisins er gagnkvæm félagsleg aðlögun. Þátttakendur eignast nýja vini, styrkja tengslanet sitt, öðlast nýja innsýn inn í íslenskt kerfi og læra um menningu og hefðir hvers annars.

Leiðsöguvinapörin hittast í 4 til 6 klukkustundir á mánuði og gert er ráð fyrir að verkefnið vari í 6 mánuði. Mælt er með að hittast vikulega. Þau ákveða í sameiningu hvenær og hvar þau munu hittast. Þátttakendur hafa hist á stöðum eins og bókasafni, kaffihúsi eða á heimilum hvers annars.

Hvaða kröfur gerum við til leiðsöguvina?

- Að þú sért 22 ára eða eldri
- Að þú sért opin/n og hafir áhuga á fólki og fjölmenningu
- Að þú talir íslensku og ensku
- Að þú skiljir og deilir með okkur mannúðlegum gildum okkar
- Að þú hafir 4 til 6 klukkustundir lausar á mánuði yfir 6 mánaða tímabil

Hvað getum við boðið þér?

- Sértæka þjálfun til að koma þér af stað
- Opin aðgang að öllum námskeiðum Rauða krossins, einnig skyndihjálparnámskeiðum
- Skemmtilega og þroskandi reynslu sem sjálfboðaliði
- Tækifærið til að hitta fólk sem er svipað þenkjandi
- Starfsreynslu til að setja á ferilskrá þína

Vilt þú gerast leiðsöguvinur? Sendu inn umsókn hér eða sendu okkur póst á [email protected]


Hér geturðu lesið um reynslu nokkurra þátttakendur í verkefni Leiðsöguvinir og Tölum saman.

RK-2-1

Photo credit: Gabrielle Motola

Spjallið

Spjallið er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Rauða krossins. Verkefnið er ætlað fólki af erlendum uppruna til að æfa sig í íslensku og kynnast öðru fólki í leiðinni. Nauðsynlegt er að hafa einhvern grunn í íslensku til að geta tekið þátt.
Áætlað er að hittast á aðalsafni annan hvern laugardag kl. 11.00 til 12.30 fram í maí en þar sem mikil fjöldatakmörkun er á bókasafninu vegna Covid 19 byrjum við með Spjallið rafrænt og hitta sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum áhugasama þátttakendur í gegnum Teams forritið. Hlekkurinn að fundinum verður auglýstur hér á Facebook-síðu Bókasafns Kópavogs sem og á heimasíðu bókasafnsins, https://bokasafn.kopavogur.is/.

Nauðsynlegt er að sækja Microsoft Teams til að taka þátt í fundinum:

Android: https://play.google.com/store/apps/details...
iOS: https://apps.apple.com/gb/app/microsoft-teams/id1113153706


Spjallið is a program at the Kopavogur Public library, held in cooperation with the Icelandic Red cross. It is intended for people of foreign origin who want to learn Icelandic, practice speaking the language and meet new people, all at the same time. Some knowledge in the Icelandic language is necessary for participation.
Volunteers from the Red cross will meet up with participants and the meetings will usually take place at the main branch, Hamraborg every second Saturday between 11.00 – 12.30 (from February 6th- May 29th). Due to Covid restrictions, though, the program will be held online through Teams for now. The link to the meeting/s will be available on both the library's homepage, https://bokasafn.kopavogur.is and on the library's Facebook page.

To participate in the meeting you have to download Microsoft Teams:
Android: https://play.google.com/store/apps/details...
iOS: https://apps.apple.com/gb/app/microsoft-teams/id1113153706

Image result for æfingin skapar meistarann

Opið hús - stuðningur á Akureyri

Athugið að Opnu húsi í Reykjavík hefur verið lokað. Félagsmálaráðuneytið hefur opnað Ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur. Þau eru staðsett á Laugavegi 116, 101 Reykjavík. Vefsíðan þeirra er newiniceland.is og símanúmer er 456-7555 .

Opið hús er ætlað einstaklingum sem fengið hafa stöðu flóttafólks hér á landi sem og öðrum innflytjendum. Tilgangurinn er að veita einstaklingum stuðning og tækifæri til að byggja upp tengslanet og auka þátttöku sína í íslensku samfélagi.

Hvar? Húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2

Hvenær? Alla miðvikudaga frá klukkan 15-16.

Sjálfboðaliðar á Opnu húsi veita stuðning og aðstoð varðandi ýmis úrlausnarefni eins og:

  • Upplýsingagjöf í húsnæðis-, atvinnu- og menntamálum
  • Úrræði hvað varðar húsbúnað og húsgögn
  • Aðstoð við önnur mál og pappírsvinnu
  • Kaffi/te og léttar veitingar í boði.

Ef þú vilt gerast sjálfboðaliði skráðu þig þá hér.

Íslenskuþjálfun á Akureyri / Icelandic practice in Akureyri

Aðstoð við börn og ungmenni:
Sjálfboðaliðar leiðbeina börnum frá 2ja ára aldri, annað hvort á Amtbókasafninu eða í heimahúsi. Sjálfboðaliði hittir sömu fjölskylduna einu sinni í viku í u.þ.b. klukkustund í senn og les, spjallar, spilar eða hjálpar með heimanám, allt eftir þörfum og aldri barnsins.


Aðstoð við fullorðna innflytjendur:
Sjálfboðaliðar aðstoða fullorðna innflytjendur einu sinni í viku í 1-2 klukkustundir í senn. Sjálfboðaliðar aðstoða með íslensku og veita félagslegan stuðning. Í verkefninu er tíminn nýttur til að æfa sig í daglegu tali og spjalli. Verkefnið felur einnig í sér félagslegan stuðning þar sem hægt er að fara út í göngutúr, á kaffihús, á bókasafn eða hittast í heimahúsi, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. 

Nánari upplýsingar: [email protected]