• 312342_4977742439906_957918835_n

Innflytjendur

 

Rauði krossinn leggur áherslu á málefni innflytjenda í starfi sínu og lýtur starfið bæði að því að aðstoða innflytjendur með sérstökum verkefnum sem aðstoða þau við að fóta sig betur í íslensku samfélagi og að því að fá innflytjendur til liðs við Rauða krossinn og taka virkan þátt í starfi og stefnumótun félagsins.  

Hér að neðan má kynna sér helstu verkefni er tengjast innflytjendum.

Opið hús - Stuðningur við innflytjendur

 

Opið hús er haldið tvisvar í viku og er ætlað einstaklingum sem fengið hafa stöðu flóttafólks hér á landi sem og öðrum innflytjendum. Tilgangurinn er að veita einstaklingum stuðning og tækifæri til að byggja upp tengslanet og auka þátttöku sína í íslensku samfélagi.

Hvar: Húsnæði Rauða krossins, Efstaleiti 9.

Hvenær: Þriðjudaga kl. 16-18 og fimmtudaga kl. 14-16.
Yfir sumartímann er Opið hús aðeins á þriðjudögum kl. 16-18. 

Sjálfboðaliðar á Opnu húsi veita stuðning og aðstoð varðandi ýmis úrlausnarefni eins og:

 

  • Gerð ferilskrár.
  • Atvinnuleit.
  • Húsnæðisleit.
  • Að finna ódýr húsgögn og húsbúnað.
  • Að skoða námsmöguleika og möguleika á stuðningi í námi.

 

Kaffi/te og léttar veitingar í boði.

Ef þú vilt gerast sjálfboðaliði skráðu þig þá hér.

Opið hús er einnig á Akureyri alla miðvikudaga frá klukkan 14-16 í Viðjulundi 2, 2. hæð.

Leiðsögumenn flóttafólks

Leiðsögumenn flóttafólks eru sjálfboðaliðar sem kynnast og aðstoða nýkomna einstaklinga eða fjölskyldu sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi. Allir sem fengið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi er boðið að taka þátt í þessu verkefni.

Flóttafólk á Íslandi vill flest kynnast Íslendingum, m.a. til að stækka félagslegt net sitt, til að spyrja spurninga um lífið á Íslandi og/eða vegna þess að það er gaman að eignast vini og kunningja á nýja staðnum. Leiðsögumenn eru sjálfboðaliðar Rauða krossins sem taka að sér að kynnast einstaklingum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi.

Leiðsögumenn verða vinir þeirra nýkomnu, svara spurningum um lífið á Íslandi, tala um íslenska menningu og hefðir og hvað annað sem þátttakendum býr í brjósti.

Markmið verkefnisins er gagnkvæm félagsleg aðlögun. Hlutverk sjálfboðaliða er að byggja brýr milli fólks með ólíkan bakgrunn og hjálpa þeim að finna sinn stað á Íslandi. Þátttakendur eignast nýja vini, styrkja félagsnet sitt, öðlast nýja innsýn inn í íslenskt kerfi og læra um menningu og hefðir hvers annars.

Hér geturðu lesið um reynslu nokkurra leiðsögumannapara.

Leiðsögumannapörin hittast í 6 mánuði í 4 til 6 klst. á mánuði. Ákjósanlegast er að hittast vikulega. Þau ákveða í sameiningu hvenær og hvar þau munu hittast. Þátttakendur hafa hist á stöðum eins og bókasafni, kaffihúsi eða á heimilum hvers annars.

Allt sem þátttakendur ræða sín á milli er trúnaðarmál. Sjálfboðaliðar geta verið virkir í öðrum verkefnum samhliða leiðsögumannaverkefninu. Að 6 mánuðum liðnum er hægt að byrja aftur í verkefninu eða færa sig yfir í önnur verkefni.

Lengd verkefnisins? Leiðsögumannaverkefnið nær yfir 6 mánaða tímabil. Sjálfboðaliðinn eyðir 4-6 klst. mánaðarlega í verkefnið.

Hverjir geta orðið leiðsögumenn? Þeir sem eru orðnir 22 ára, eru tilbúnir að gefa af sér 4-6 tíma mánaðarlega yfir 6 mánaða tímabil, eru opnir og áhugasamir um fólk og aðra menningarheima, tala íslensku og ensku.

Allir sjálfboðaliðar þurfa að taka grunnnámskeið á vef Rauða krossins og sitja námskeið um málefni innflytjenda sem Rauði krossinn heldur. Námskeiðið er á tveggja mánaða fresti á höfuðborgarsvæðinu, er opið öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Námskeiðið fer fram á ensku. Til að skrá sig á næsta námskeið um málefni innflytjenda, veljið hér . Ef þú vilt taka þátt en býrð utan höfuðborgarsvæðisins, vinsamlega sendu póst á nina@redcross.is

Ef þú vilt gerast sjálfboðaliði skráðu þig þá hér.

RK-2-1

Photo credit: Gabrielle Motola

 

Brjótum ísinn - bjóðum heim / Bonding Icebreaker

Brjótum ísinn – bjóðum heim er verkefni þar sem íslenskar fjölskyldur bjóða innflytjendum heim eina kvöldstund í kvöldverð og spjall. Hver fjölskylda býður heim í eitt skipti. Ótrúlega einfalt og skemmtilegt ásamt því að vera einstaklega góð leið til að eignast nýja vini.

Margt getum við lært af innflytjendum með því einu að fræðast um sögu þeirra og bakgrunn. Margir innflytjendur hafa komið úr erfiðum aðstæðum og lent í ýmsum aðstæðum sem fróðlegt getur verið að fræðast um. Kvöldverðarboð getur gefið heilmikla innsýn á heiminn sem við höfðum ekki áður.

Það geta allir tekið þátt í þessu verkefni og engin þörf á að vera skráður félagi eða sjálfboðaliði í Rauða krossinum. Skráning fer fram  hér eða á netfanginu kopavogur@redcross.is .

In English

Bonding Icebreaker is a project where Icelandic families invite immigrants to their home for a dinner and chat. it‘s a simple and a fun way to get to know Icelanders and make some new friends, each family invites for dinner for one evening.

The project provides Icelanders with an opportunity to get to know foreigners which are now moving in large numbers to the country. At the same time it gives immigrants a chance to meet locals in a homey environment. Both hosts and guests get an opportunity to learn about different cultures and languages. The Icelandic Red Cross pairs together applications so that both parties have something in common and quite often good friendships are made after this one evening.

Everyone can participate in this project, there‘s no need to be a volunteer or a member at the Icelandic Red Cross. Sign up here or by contacting kopavogur@redcross.is

Image result for brjótum Ã<span class=· sinn bjóðum heim" class="debug-match">

Æfingin skapar meistarann / Practice makes perfect

Rauði krossinn í samstarfi við Mími býður alla velkomna sem vilja þjálfa sig í íslensku og kynnast fólki í leiðinni. Sjálfboðaliðar og innflytjendur hittast einu sinni í viku og tala saman á íslensku. Í hverjum tíma er ákveðið umfjöllunarefni tekið fyrir sem hægt er að nýta sér út í samfélaginu, til dæmis: samgöngur, fjármál, verslun, húsnæðismál, áhugamál, ferðamennska og heilbrigðis­þjónusta. Hópnum er skipt í tvennt, annars vegar byrjendur og hins vegar lengra komna.

Reglulega er hefðbundið form brotið upp og spilað, horft á íslenskar kvikmyndir, farið á kaffihús, borðað saman og fleira skemmtilegt sem eykur þekkingu á tungumáli og samfélagi.

Markmiðið er að þjálfa talmál og auka orðaforða fólks sem hefur hagnýtt gildi í daglegu lífi. Æfingin skapar meistarann er líka góður vettvangur til þess að kynnast nýju fólki og mynda ný vináttubönd. 

Vinsamlega athugið að nauðsynlegt er að hafa einhverja kunnáttu í íslensku.
Þátttaka er ókeypis og það eina sem þarf að gera er að mæta! 

Á höfuðborgarsvæðinu er verkefnið sem hér segir (Ath. samverur hefjast frá og með 14. september  2019):

Tími: Laugardagar kl. 10-12.

Staður: Mímir, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík.

Ef áhugi er fyrir því að gerast sjálfboðaliði í þessu verkefni hafið þá samband við Rauða krossinn í Kópavogi, sími 570 4063  eða sendið okkur póst; kopavogur@redcross.is 

In English

The Red Cross and Mímir welcomes everyone who wants to practice Icelandic and meet new people. Volunteers and immigrants meet once a week and speak Icelandic. In each meeting there is a certain topic focus, something considered useful in society. Examples are: transportation, banking, shopping, housing, hobbies, travel and healthcare. The group is divided in two, beginners and advanced.

Occasionally we‘ll play cards, watch Icelandic movies, go to a cafe, eat together and other fun things that can increase knowledge of both language and society.

The goal is to practice speaking and increase vocabulary that can be used in everyday life. Practice makes perfect is also a nice way to meet new people and make friends.

Please note that some knowledge in Icelandic is required.
Participation is free and you just need to show up! 
In the capital area times are:

Time: Saturdays at 10-12.
Place: Mímir, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík.

Contact Info:

Red Cross in Kópavogur
Tel: 570 4063
E-mail: kopavogur@redcross.is 

Image result for æfingin skapar meistarann

Íslenskuþjálfun á Akureyri / Icelandic practice in Akureyri

Rauði krossinn við Eyjafjörð býður upp á aðstoð við íslenskuþjálfun til innflytjenda í grunnkólum sem og fullorðna innflytjenda. Sjálfboðaliðar hitta börn og fullorðna á þeim tíma sem báðum hentar.

Nánari  upplýsingar: akureyri@redcross.is