• Heilahristingur3Kringlan

Námsaðstoð

Rauði krossinn býður upp á námsaðstoð víðsvegar um landið. Hafðu samband við þína deild til að kanna hvort námsaðstoð er í boði í þínu næsta nágrenni.

Reykjavík

Heilahristingur er heimanámsaðstoð fyrir grunnskólanema frá 4.-10 bekk sem og framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu. 

Áhersla er lögð á að virkja nemendur í námi og hafa það skemmtilegt saman. Markmiðið er að styðja og styrkja nemendur í námi en samhliða því fái þeir tækifæri til að kynnast þeirri þjónustu sem bókasöfn bjóða upp á í tengslum við nám, áhugamál, tómstundir o.fl. 

Einnig er markmiðið að virkja nemendur félagslega því í heimanámsaðstoðinni hitta þeir félaga utan skóla sem þeir myndu e.t.v. ekki gera annars. Markhópur verkefnisins eru nemendur af erlendum uppruna en allir eru velkomnir sem þurfa á aðstoð að halda.

Verkefnið hófst árið 2008 sem samstarfsverkefni Rauða krossins í Reykjavík og Borgarbókasafnsins. Borgarbókasafn leggur til aðstöðu á bókasöfnunum og starfsmaður bókasafnsins heldur utan um verkefnið á hverjum stað en Rauði krossinn leggur til sjálfboðaliða.

IMG_1226

Boðið er upp á heimanámsaðstoð á ýmsum stöðum, þ.e. Borgarbókasafninu, í Kringlusafni, Gerðubergi og aðalsafninu við Tryggvagötu fyrir framhaldsskólanema. Þá er einnig veitt aðstoð á skólabókasafni Hlíðaskóla í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Ef þú vilt gerast sjálfboðaliði skráðu þig þá hér. Þú getur einnig sent tölvupóst til að fá nánari upplýsingar.

Hvar og hvenær í Reykjavík?

 • Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbær: Á fimmtudögum kl. 14.00-15.30 fyrir 4.-10. bekkinga
 • Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni: Á mánudögum kl. 14.00-16.00 fyrir 4.-10. bekkinga
 • Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi: 
  Á mánudögum kl. 14.20-15.50 fyrir 4.-10. bekkinga
  Á miðvikudögum 14.00 - 15.30 fyrir 4.-10. bekkinga
 • Skólabókasafnið í Laugarnesskóla: Á miðvikudögum frá kl. 14.10
 • Skólabókasafnið í Hlíðaskóla: Á þriðjudögum kl. 14:00-15:30
Hafðu samband ef þú vilt gerast sjálfboðaliði eða fá frekari upplýsingar um verkefnið.

Hafnarfjörður og Garðabær

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ í samstarfi við Bókasafn Hafnarfjarðar, Bókasafn Garðabæjar og Álftanessafn býður upp á námsaðstoð fyrir öll börn sem þurfa eða vilja aðstoð í 1. til 10. bekk. 

Námsaðstoðin er í boði:

 • Á þriðjudögum á Bókasafni Hafnarfjarðar frá 15.00-17.00 
 • Á fimmtudögum á Bókasafni Garðabæjar frá 15.00-17.00

Haldinn er fundur með sjálfboðaliðum tvisvar á hverju skólaári, að hausti og vori, í þeim tilgangi að þeir hittist til að ræða framgang verkefnisins, fá ábendingar um það sem betur megi fara, o.s.frv. Á þessum fundum er einnig veitt fræðsla sem nýst getur þeim í starfinu.

Ef þú vilt gerast sjálfboðaliði skráðu þig þá hér. Þú getur einnig sent verkefnastjóra tölvupóst fyrir nánari upplýsingar: hulda@redcross.is

Kópavogur

Heimanámsaðstoð er í boði á Bókasafni Kópavogs í samstarfi við Rauða krossinn fyrir nemendur í grunnskólum Kópavogs.

Aðstoðin verður tvisvar í viku:

 • Á aðalsafni á þriðjudögum kl. 14:30-16:30
 • Á Lindasafni á miðvikudögum kl. 14:30-16:30

Nemendur mæta með heimalærdóm og grunnskólakennari verður á staðnum nemendum til aðs

toðar.

Nemendur þurfa ekki að skrá sig í heimanámsaðstoðina, hún kostar ekkert og það er engin mætingarskylda.

Nánari upplýsingar veitir Ágústa Bárðardóttir, umsjónarmaður heimanámsaðstoðar og grunnskólakennari, agustab@kopavogur.is

Mosfellsbær

Heimanámsaðstoð er í boði á eftirfarandi stöðum í Mosfellsbæ og nærsveitum. 

 • Varmárskóla og Lágafellsskóla á þriðjudögum frá 14-16.
 • Klébergsskóla á Kjalarnesi á miðvikudögum frá 14:30-16:30. 
Sjálfboðaliðar leiðbeina og aðstoða nemendur í 1.-10. bekk við heimavinnuna. Sjálfboðaliðar eru ýmist fyrrum / núverandi kennarar eða framhaldsskólanemendur. Nemendur þurfa ekki að skrá sig og aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 898-6065 eða moso@redcross.is

Akureyri

Á Akureyri er um tvenns konar aðstoð að ræða.
Aðstoð við börn og ungmenni:
Sjálfboðaliðar leiðbeina nemendum í 1.-10. bekk í verkefninu Þjálfun í íslensku einu sinni í viku í 30-60 mínútur í senn í grunnskóla nemandans. Aðstoðin fer fram á dagvinnutíma, eftir að formlegum skóladegi er lokið.
Aðstoð við fullorðna innflytjendur:
Sjálboðaliðar aðstoða við þjálfun í íslensku fyrir
fullorðna innflytjendur einu sinni í viku í 1-2 klukkustundir í senn. Staður og stund er samkomulagsatriði.