• Heimsoknavinir_kaffibollar

Vinaverkefni

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar, sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis.  Beiðnir eru breytilegar, en reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafanna  eins og kostur er. Viðmið er að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvar heimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknavini.

Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðarnir sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þá sem þeir heimsækja. 

 Þeir sem hafa áhuga á að gerast heimsóknavinir geta skráð sig sem sjálfboðaliði  hér  og taka fram í athugasemdum að viðkomandi hafi áhuga á að gerast heimsóknavinur.

Til að fá heimsóknavin þarf að fylla út form sem má finna hér.  

 Hér er hægt að sjá brot úr fræðslumynd sem sýnd er á námskeiðum sjálfboðaliða: