• Phone-1052021

Símavinir

Símavinir er verkefni Rauða krossins sem hófst haustið 2016.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska.

Um er að ræða vinaspjall í allt að hálftíma í senn, tvisvar í viku, á sama tíma dags, á tíma sem báðum aðilum hentar.

Verkefnið er byggt upp á svipaðan hátt og heimsóknavinir Rauða krossins. Þar sem að sími er notaður eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið.

Þeir sem vilja gerast sjálfboðaliðar og vera símavinir geta skráð sig hér og skráð í athugasemdum að þeir hafi áhuga á að gerast símavinir. 

Þeir sem óska eftir að fá símavin geta fyllt út form sem finna má hér og tekið fram í athugasemdum að óskað sé eftir símavini. 

Frekari upplýsingar hjá Kristínu Ernu, kristina.erna@redcross.is og Sigríði Ellu, sigridur.ella@redcross.is - Sími 570 4000.