• Phone-1052021

Símavinir

Símavinir er verkefni Rauða krossins sem hófst haustið 2016.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska.

Um er að ræða vinaspjall í allt að hálftíma í senn, tvisvar í viku, á sama tíma dags, á tíma sem báðum aðilum hentar.

Verkefnið er byggt upp á svipaðan hátt og heimsóknavinir Rauða krossins. Þar sem að sími er notaður eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið.

Þeir sem vilja gerast sjálfboðaliðar og vera símavinir geta skráð sig hér og skráð í athugasemdum að þeir hafi áhuga á að gerast símavinir. 

Þeir sem óska eftir að fá símavin geta fyllt út form sem finna má hér og tekið fram í athugasemdum að óskað sé eftir símavini. 

Frekari upplýsingar gefur Aðalheiður Jónsdóttir á netfangið adalheidur@redcross.is , sími 570 4000.


https://www.youtube.com/watch?v=0P60hK6lVBc

 


Beiðni um símavin Rauða kross Íslands

Athugið: Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.

Til að fyrirbyggja ruslpóst: