Vinahópar á vegum Rauða krossins

Ýmsir vinahópar eru starfræktir um allt land s.s. Strákakaffi á Selfossi, Skvísuhittingur á Akranesi og Tækifæri í Hafnarfirði.
 Hafðu samband við þína deild til þess að kanna hvort vinahópar séu starfræktir nálægt þér.


17430726_10211046740716888_999482921_o

Tækifæri er verkefni fyrir einstaklinga yngri en 30 ára sem setja sér markmið og leitast við að ná þeim markmiðum. Verkefnið er árangurshvetjandi og leitast við að þátttakendur setja sér alltaf ný markmið og auka þannig við færni sína og félagslegan þroska. Verkefninu er ætlað að auka sjálfstraust og valdefla þátttakendur og koma í veg fyrir félagslega einangrun. Tækifæri er unnið út frá írskri fyrirmynd en kerfið verið mjög árangursríkt á Írlandi.

Sjálfboðaliðar í Tækifæri hjálpa þátttakendum að finna út hvaða markmið henta hverjum og einum og hvaða leiðir eru færar til að ná markmiðunum. Sjálfboðaliðar í þessi verkefni eiga ennfremur kost á að vera leiðtogar yfir hópi og taka þannig meiri ábyrgð og eiga tækifæra á styrkja sig persónulega og leiðtogahæfileikana sína.

Viltu taka þátt eða þekkir einhvern sem ætti heima í Tækifæri? Hafðu samband!