• Heilahristingur3Kringlan

Námsaðstoð

Rauði krossinn býður upp á námsaðstoð víðsvegar um landið. Hafðu samband við þína deild til að kanna hvort námsaðstoð er í boði í þínu næsta nágrenni.

Kópavogur

Heimanámsaðstoð er í boði á Bókasafni Kópavogs í samstarfi við Rauða krossinn fyrir nemendur í grunnskólum Kópavogs.

Aðstoðin verður tvisvar í viku:

  • Á aðalsafni á miðvikudögum kl. 14:30-16:00
  • Á Lindasafni á miðvikudögum kl. 14:30-16:00

Nemendur mæta með heimalærdóm og grunnskólakennari verður á staðnum nemendum til aðstoðar.

Nemendur þurfa ekki að skrá sig í heimanámsaðstoðina, hún kostar ekkert og það er engin mætingarskylda.

Nánari upplýsingar Helga Einarsdóttir, umsjónarmaður heimanámsaðstoðar, helgaei@kopavogur.is

Akureyri

Á Akureyri er um tvenns konar aðstoð að ræða.


Aðstoð við börn og ungmenni:
Sjálfboðaliðar leiðbeina börnum frá 2ja ára aldri, annað hvort á Amtbókasafninu eða í heimahúsi. Sjálfboðaliði hittir sömu fjölskylduna einu sinni í viku í u.þ.b. klukkustund í senn og les, spjallar, spilar eða hjálpar með heimanám, allt eftir þörfum og aldri barnsins.


Aðstoð við fullorðna innflytjendur:
Sjálboðaliðar aðstoða fullorðna innflytjendur einu sinni í viku í 1-2 klukkustundir í senn. Sjálfboðaliðar aðstoða með íslensku og veita félagslegan stuðning. Í verkefninu er tíminn nýttur til að æfa sig í daglegu tali og spjalli. Verkefnið felur einnig í sér félagslegan stuðning þar sem hægt er að fara út í göngutúr, á kaffihús, á bókasafn eða hittast í heimahúsi, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.