• Heilahristingur3Kringlan

Námsaðstoð

Rauði krossinn býður upp á námsaðstoð víðsvegar um landið. Hafðu samband við þína deild til að kanna hvort námsaðstoð er í boði í þínu næsta nágrenni.

Reykjavík

Krakkanám er námsaðstoðarverkefni fyrir grunnskólanema á höfuðborgarsvæðinu og er áhersla lögð á að virkja nemendur í námi.

Krakkanám fer fram á bókasöfnum en þangað koma krakkar einu sinni í viku og hitta sjálfboðaliða Rauða krossins sem hjálpa þeim við lestur, íslenskunám og annað tilfallandi heimanám eða verkefni sem þau þurfa aðstoð við. Samhliða náminu fá þau tækifæri til að kynnast þjónustu bókasafnsins í tengslum við nám, áhugamál, tómstundir o.fl.

Krakkanám hefur verið starfrækt frá árinu 2008 í samstarfi við Borgarbókasafnið undir nafninu Heilahristingur, en árið 2019 skipti verkefnið um nafn.

Markmið verkefnisins er að sjá til þess að öll börn á Íslandi óháð uppruna njóti jafnra tækifæra til aðstoðar við nám.  

Krakkanam

Krakkanám er:

- Aðstoð við nám og lestur í notalegu umhverfi

- Tækifæri til að styrkja sjálfsmyndina

- Skemmtilegur félagsskapur í skapandi og öruggu umhverfi

Sjálfboðaliðahópur Krakkanáms er fjölbreyttur og fjölfróður hópur sem á það sameiginlegt að vera umhugað um velferð og tækifæri barnanna.

Vilt þú taka þátt í Krakkanámi? Eða vilt þú gerast sjálfboðaliði í Krakkanámi? 

Krakkanám er á eftirfarandi stöðum í Reykjavík:

 

 • Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni: Á mánudögum kl. 14.00-15:30
 • Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi: Á mánudögum og miðvikudögum kl. 14.00-15.30
 • Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbær: Á fimmtudögum kl. 14.15-15.15
 • Borgarbókasafnið | Menningarhús Spöngin: Á þriðjudögum kl. 14.15-15.30
 • Skólabókasafninu Laugarnesskóla : Á miðvikudögum kl.14.00-15.30

Hafðu samband í tölvupósti – krakkanam@redcross.is

Hafnarfjörður og Garðabær

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ í samstarfi við Bókasafn Garðabæjar og Hvaleyrarskóla býður upp á námsaðstoð fyrir öll börn sem þurfa eða vilja aðstoð í 1. til 10. bekk. 

Námsaðstoðin er í boði:

 • Á fimmtudögum á Bókasafni Garðabæjar frá 15.00-17.00 
 • Á fimmtudögum í Hvaleyrarskóla frá 13.20-15.20

Haldinn er fundur með sjálfboðaliðum tvisvar á hverju skólaári, að hausti og vori, í þeim tilgangi að þeir hittist til að ræða framgang verkefnisins, fá ábendingar um það sem betur megi fara, o.s.frv. Á þessum fundum er einnig veitt fræðsla sem nýst getur þeim í starfinu.

Ef þú vilt gerast sjálfboðaliði skráðu þig þá hér. Þú getur einnig sent verkefnastjóra tölvupóst fyrir nánari upplýsingar: ragnhildur@redcross.is

Kópavogur

Heimanámsaðstoð er í boði á Bókasafni Kópavogs í samstarfi við Rauða krossinn fyrir nemendur í grunnskólum Kópavogs.

Aðstoðin verður tvisvar í viku:

 • Á aðalsafni á þriðjudögum kl. 13:30-16:00
 • Á Lindasafni á miðvikudögum kl. 13:30-16:00

Nemendur mæta með heimalærdóm og grunnskólakennari verður á staðnum nemendum til aðstoðar.

Nemendur þurfa ekki að skrá sig í heimanámsaðstoðina, hún kostar ekkert og það er engin mætingarskylda.

Nánari upplýsingar Helga Einarsdóttir, umsjónarmaður heimanámsaðstoðar, helgaei@kopavogur.is

Mosfellsbær

Námsaðstoð í Mosfellsbæ er á eftirfarandi tímum og staðsetningum:

 • Lágafellsskóli: fimmtudögum 13:30-15:00
 • Bókasafn Mosfellsbæjar: þriðjudögum 14:00-15:30

Vinsamlegast hafið samband við krakkanam@redcross.is eða mariabeck@redcross.is fyrir nánari upplýsingar.

Akureyri

Á Akureyri er um tvenns konar aðstoð að ræða.
Aðstoð við börn og ungmenni:
Sjálfboðaliðar leiðbeina nemendum í 1.-10. bekk í verkefninu Þjálfun í íslensku einu sinni í viku í 30-60 mínútur í senn í grunnskóla nemandans. Aðstoðin fer fram á dagvinnutíma, eftir að formlegum skóladegi er lokið.
Aðstoð við fullorðna innflytjendur:
Sjálboðaliðar aðstoða við þjálfun í íslensku fyrir
fullorðna innflytjendur einu sinni í viku í 1-2 klukkustundir í senn. Staður og stund er samkomulagsatriði.