Hvað gerum við

Kvennadeild

Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík

Verkefni Kvennadeildar

 

SPÍTALAR      
Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík rekur tvær verslanir, á Landspítalnum við Hringbraut og Borgarspítalanum Fossvogi. Sjálfboðaliðar sjá um almenna afgreiðslu í verslununum. Flestir sjálfboðaliðar taka vaktir aðra hvora viku, eða eftir samkomulagi.

Á virkum dögum eru morgunvaktir frá kl. 10-13, dagvaktir frá kl. 13-16 og eftirmiðdagsvaktir frá kl. 16-18. Helgarvaktir eru frá kl. 14-16. Í boði er skemmtileg vinna til stuðnings sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki. Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af afgreiðslustörfum. Öllum ágóða af rekstrinum er varið til verkefna Rauða krossins. 

Verslunarstjórar eru: Sigríður Hanna Kristinsdóttir, í Fossvogi, sigridurh@redcross.is, sími 543 6478 og Þóra Kristinsdóttir, á Hringbraut, thorak@redcross.is, sími 543 7939.

BÓKASÖFN
Kvennadeildin rekur bókasöfn á fjórum stöðum í Reykjavík: Landakoti, Grensás, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund og hjúkrunarheimilinu Mörk.
Bókaútlán eru á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum.
Nánari upplýsingar veita: Oddrún Kristjánsdóttir, sími 562 3344, oddrun@baro.is og Ragna María Gunnarsdóttir, sími 554 3570, ragnamaria@internet.is

 HANDVERK
Handverkshópur starfar innan Kvennadeildar. Hópur kvenna kemur saman einu sinni í viku, á fimmtudögum frá kl. 13-16 og prjónar fjölbreytta vöru s.s. sokka, vettlinga, peysur, barna- og dúkkuföt, teppi og ótal margt fleira. Einnig útbýr hópurinn fallega jólamuni sem seldir eru á jólabasar deildarinnar ásamt prjónavöru, sem haldinn er einu sinni á ári. Handverkshópurinn er í samstarfi við taflfélagið Hrókinn og sendir prjónavöru til Grænlands á barnaheimili og heimili fyrir geðfatlaða.

Allur ágóði af jólabasarnum fer óskiptur til verkefna Rauða krossins á Íslandi.