Verkefni
Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum innanlands sem utan og er verkefnavalið metið eftir því hvar þörfin er mest hverju sinni.
Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum innanlands sem utan og er verkefnavalið metið eftir því hvar þörfin er mest hverju sinni.
Mismunandi opnunartímar og vaktir eru í sölubúðunum.
Í Fossvoginum er opið frá kl. 9-18 virka daga og um helgar frá kl. 14-16. Á Hringbrautinni er opið frá kl. 9-16 virka daga en lokað um helgar. Sjálfboðaliðar sjá um almenna afgreiðslu í verslununum. Flestir sjálfboðaliðar taka tveggja/þriggja tíma vaktir í hverri viku, eða eftir samkomulagi.
Í boði er skemmtileg vinna til stuðnings sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki. Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af afgreiðslustörfum.
Öllum ágóða af rekstrinum er varið til verkefna Rauða krossins.
Verslunarstjóri er Sonja Kristín Sverrisdóttir, [email protected], sími 543 6478.
BÓKASÖFN
Kvennadeildin rekur bókaþjónustu á þremur stöðum í Reykjavík, þar sem sjúklingum og heimilisfólki er gefinn kostur á að fá lánaðar bækur og hljóðbækur.
Bókaútlán eru á mánudögum á Landspítalanum á Landakoti, á þriðjudögum á Hjúkrunarheimilinu Grund og á miðvikudögum á Hjúkrunarheimilinu Mörk.
HANDVERK
Handverkshópur starfar innan Kvennadeildar. Hópur prjónakvenna hittist á fimmtudögum kl. 13 - 16 í húsnæði Rauða krossins í Efstaleiti. Þær, ásamt mörgum öðrum konum prjóna og sauma auk þess mikið heima hjá sér. Teppi, barnaföt, vettlingar, fjölnota pokar og margt fleira er selt í sölubúðum deildarinnar en mest er svo selt á Jólabasar deildarinnar. Hann er haldinn í nóvember á hverju ári og auk handverksins eru seldar kökur og annað góðgæti.
Árlega styrkir Kvennadeildin verkefni Rauða krossins innanlands.
Allar nánari upplýsingar um Kvennadeildina veitir Halldóra Ásgeirdóttir, formaður deildarinnar, [email protected]