Hvað gerum við

Kvennadeild

Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík

Verkefni Kvennadeildar

 

SPÍTALAR      
Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík rekur tvær verslanir, á Landspítalnum við Hringbraut og Borgarspítalanum Fossvogi. Sjálfboðaliðar sjá um almenna afgreiðslu í verslununum. Flestir sjálfboðaliðar taka vaktir aðra hvora viku, eða eftir samkomulagi.

Mismunandi opnunartímar og vaktir eru í sölubúðunum. 

 Í Fossvoginum er opið frá kl. 9-18 virka daga og um helgar frá kl. 14-16. Á Hringbrautinni er opið frá kl. 9-16 virka daga en lokað um helgar. Sjálfboðaliðar sjá um almenna afgreiðslu í verslununum. Flestir sjálfboðaliðar taka tveggja/þriggja tíma vaktir í hverri viku, eða eftir samkomulagi. 

Í boði er skemmtileg vinna til stuðnings sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki. Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af afgreiðslustörfum. 

Öllum ágóða af rekstrinum er varið til verkefna Rauða krossins. 

Verslunarstjóri er: Sona Kristín Sverrisdóttir, sonja@redcross.is, sími 543 6478.

BÓKASÖFN

Kvennadeildin rekur bókaþjónustu á þremur stöðum í Reykjavík, þar sem sjúklingum og heimilisfólki er gefinn kostur á að fá lánaðar bækur og hljóðbækur.

Bókaútlán eru á mánudögum á Landspítalanum á Landakoti, á þriðjudögum á Hjúkrunarheimilinu Grund og á miðvikudögum á Hjúkrunarheimilinu Mörk.

 HANDVERK

Handverkshópur starfar innan Kvennadeildar. Hópur prjónakvenna hittist á fimmtudögum kl. 13 - 16 í húsnæði Rauða krossins í Efstaleiti. Þær, ásamt mörgum öðrum konum prjóna og sauma auk þess mikið heima hjá sér. Teppi, barnaföt, vettlingar, fjölnota pokar og margt fleira er selt í sölubúðum deildarinnar en mest er svo selt á Jólabasar deildarinnar. Hann er haldinn í nóvember á hverju ári og auk handverksins eru seldar kökur og annað góðgæti. 

Árlega styrkir Kvennadeildin verkefni Rauða Krossins innanlands.

Allar nánari upplýsingar um Kvennadeildina veitir Halldóra Ásgeirdóttir, formaður deildarinnar; form.kvennadeild.rkv@redcross.is