• Mynd2

Alþjóðleg neyðaraðstoð

Mynd1

Rauði krossinn á Íslandi er virkur þátttakandi í alþjóðlegu viðbragðskerfi Rauða krossins. Það byggist meðal annars á skjótu mati á neyðinni, beiðni viðkomandi landsfélags Rauða krossins eða Rauða hálfmánans um alþjóðlega aðstoð, sendingu sérhæfðra neyðarsveita og samhæfingu Alþjóða Rauða krossins á starfsemi einstakra Rauða kross félaga.

Skjót viðbrögð við skyndilegri neyð krefjast mikils undirbúnings og stöðugrar þjálfunar. Mikilvægt er að aðstoðin sé skilvirk og nýtist í því neyðarástandi sem brugðist er við. Það gildir hvort sem um er að ræða fjárhagsaðstoð, sendingu hjálpargagna eða virkjun Veraldarvaktar Rauða krossins, sem á eru um 200 sérhæfðir hjálparstarfsmenn; svokallaðir sendifulltrúar.

Rauði krossinn á Íslandi á náið samstarf við önnur Rauða kross félög um neyðarsveitir, ERU-Emergency Response Units, einkum á sviði heilbrigðisþjónustu. Þá eru á útkallslista félagsins sérfræðingar í sálrænum stuðningi, byggingu skýla fyrir heimilislausa, útvegun vatns, dreifingu hjálpargagna, flutninga- og birgðastjórnun, fjármála, upplýsingamiðlunar, stjórnun hjálparstarfs og þar fram eftir götum.

_SOS9060