• _SOS8941

Fjöldahjálp

Fjöldahjálparstöðvar eru starfræktar á neyðartímum til að bjóða þolendum náttúruhamfara og annarra alvarlegra atburða öruggt skjól. Þar er þeim séð fyrir helstu grunnþörfum svo sem mat, fatnaði og húsaskjóli. Einnig er gert ráð fyrir að í boði sé ýmis frekari þjónusta svo sem skyndihjálp, sálrænn stuðningur, sálgæsla, ráðgjöf og upplýsingar.

Mörg hundruð sjálfboðaliða Rauða krossins eru þjálfuð í að starfrækja fjöldahjálparstöðvar og sækja meðal annars námskeið á fimm ára fresti til að viðhalda þekkingunni.

Fjöldahjálparstöðvar eru í flestum tilfellum staðsettar í skólum en einnig má gera ráð fyrir að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar í félagsheimilum, samkomuhúsum, hótelum eða íþróttahúsum. Allt fer þetta eftir aðstæðum hverju sinni.

neydarvarnir

Staðsetning fjöldahjálparstöðva