• SOS_7114

Upplýsingar fyrir gesti á sóttkvíarhóteli

Kæri gestur

Til þess að við getum gert dvöl þína eins þægilega og mögulegt er viljum við biðja þig um að kynna þér eftirfarandi upplýsingar og leiðbeiningar.

Gestir í sóttkví

Einstaklingar í sóttkví gætu hafa verið útsettir fyrir smiti þó þeir séu ekki veikir né sýna einkenni. Þess vegna skal samneyti við annað fólk vera takmarkað og gestir skulu dvelja í sínum herbergjum öllum stundum.

Ef nauðsynlegt reynist að yfirgefa herbergið (fyrir sýnatöku, læknisheimsókn eða annað neyðartilvik) þá er mikilvægt að þvo og sótthreinsa hendur um leið og þú yfirgefur og kemur aftur í herbergi þitt og snerta eins fáa yfirborðsfleti og mögulegt er. Þá er einnig mikilvægt að halda sér í a.m.k. tveggja metra/6 feta fjarlægð frá öðru fólki. Öllum gestum er skylt að bera andlitsgrímu þegar þeir eru fyrir utan herbergi sitt og þegar þeir eru í samskiptum við starfsfólk. Vinsamlega yfirgefðu ekki herbergi þitt án þess að hafa samband við afgreiðslu áður.

Mikilvægt er að fylgjast náið með flensulíkum einkennum eins og hóst, hita, hálssærindum, andþyngslum, bein- og vöðvaverkjum, þreytu, meltingarfæraeinkennum (sérstaklega hjá börnum) og skyndilegu tapi á lyktar- og bragðskyni. Ef þú finnur einhverjum þessara einkenna, jafnvel þótt þau séu væg, er mikilvægt að láta umsjónarmann hótelsins vita. Umsjónarmaður hótelsins mun þá sjá um að Covid-19 sýnataka fari fram eins fljótt og hægt er.

Ræsting herbergja

Gestir sjá sjálfir um ræstingu inná herbergjum. Ef það er nauðsynlegt að skipta um rúmföt skal hafa samband við afgreiðslu. Notuð rúmföt skulu sett í glæra plastpoka sem starfsfólk útvegar sé þess óskað.

 • Lokaða pokaa með óhreinum rúmfötum skal setja fyrir framan herbergisdyrnar. Þeir verða sóttir á milli kl. 10:30 og 11:00 daglega.
 • Fullum ruslapokum skal vandlega lokað og þeir settir fyrir utan herbergisdyrnar. Þeir verða sóttir á milli kl. 10:30 og 11:00 daglega. Starfsmenn munu sjá um að fjarlægja pokana.

Ef það er eitthvað sem þú þarfnast, t.d. verkjalyf, salernispappír, eða hreinlætisvörur, vinsamlegast hafðu samband við móttöku með því að smella á móttökuhnapp á símanum í herbergi þínu.

Matur og hressing

Starfsmenn munu afhenda gestum mat á fyrirframskilgreindum matartímum. Allar máltíðir eru afgreiddar í einnota matarílátum. Eftir máltíðina þurfa gestir að setja ílátið fyrir utan dyrnar sínar. Matur er borinn fram á eftirfarandi tímum:

 • Morgunmatur er borinn fram á milli kl. 08:00 og 09:30
 • Hádegismatur er borinn fram á milli kl. 11:30 og 13:00
 • Kvöldverður er borinn fram á milli kl. 18:00 og 19:30

PCR-próf 5 dögum eftir komu til Íslands

Eftir 5 daga sóttkví munt þú fara í seinni Covid 19 sýnatökuna. Hún fer fram í ráðstefnuherbergi á annarri hæð. Þú munt fá send textaskilaboð með boði og strikamerki fyrir prófið. Vinsamlegast hunsaðu þann tíma sem gefin er upp í skilaboðunum. Starfsfólk okkar mun hafa samband við þig á fjórða degi dvalar þinnar til að gefa þér tíma og leiðbeiningar varðandi sýnatökuna. Eftir sýnatökuna muntu fá niðurstöður sendar með textaskilaboðum um það bil 4-6 klukkustundum eftir að sýnataka hefur farið fram.

Vinsamlegast athugið!

 • Vinsamlegast þvoðu þér um hendur áður en herbergið er yfirgefið og vertu með andlitsgrímu.
 • Ef þú ert með flensulík einkenni, ekki fara í sýnatökurnar á annarri hæð! Við munum sjá um að sýnatakan fari fram í herbergi þínu.
 • Ef niðurstaðan úr sýnatökunni er neikvæð þá er þér frjálst að yfirgefa Hótelið. Vinsamlegast hafðu samband við móttöku áður en þú yfirgefur herbergið þitt þar sem nýir gestir gætu verið að koma á sama tíma.
 • Ef þú greinist með Covid-19 í seinni sýnatökunni, vinsamlegast hafðu samband við móttöku þar sem þú munt þurfa að fara í einangrun.

Umsjónarmaður hótels

Ef þú hefur einhverjar kvartanir eða áhyggjur á meðan á dvöl þinni stendur, vinsamlegast ýttu á móttökuhnappinn á símanum í herbergi þínu til að ná sambandi við móttöku. Umsjónarmaður á vakt mun hafa samband við þig innan tíðar til að ræða áhyggjur þínar. Einnig er hægt að koma til móts við óskir um mataræði og aðrar beiðnir í móttökunni.

Útivist

Reglur varðandi útivist eru sem hér segir:

 • Á sóttkvíarhótelum, þar sem því verður viðkomið vegna sóttvarnaráðstafana, verður boðið uppá útiveru. Slík útivera er háð annari umferð um hótelið og öðrum aðstæðum sem sett geta sóttvarnarráðstafanir í uppnám.
 • Gestur skal koma beiðni um útivist til starfsfólks hússins með því að hafa samband við móttöku. Starfsfólk hússins mun svo hafa samband þegar mögulegt er að hleypa gestinum út.
 • Þessar ráðstafanir eru gerðar til að tryggja sóttvarnir og öryggi gesta.

Sendingar

Gestir geta látið senda til sín matvæli og nauðsynjavörur á herbergið sitt. Starfsfólk hótelsins tekur á móti sendingum í móttöku og kemur á herbergi gesta. Gestum er ekki heimilt að senda fatnað og búnað út af herbergi nema í undantekningatilfellum í samráði við starfsfólk.

Gagnleg símanúmer og þráðlaust internet

Eftirfarandi símanúmer eru opin allan sólarhringinn. Gestir eru hvattir til að hafa samband við starfsfólk í síma ef spurningar vakna.

 • Móttökuhnappur – Móttaka / Samband við Rauða kross starfsmann á vakt
 • 1700 – Læknavaktin
 • 1717 – Hjálparsími Rauða krossins
 • 112 – Sjúkrabifreið/Lögregla/Slökkvilið
 • Þráðlaust internet hótelsins heitir "FHR-Guestnet", það er opið öllum og ekki þarf lykilorð til að nota það.

Brot á sóttkví/einangrun og persónuverndarstefna

Vakin er athygli á því að brot á sóttkví eða einangrun getur leitt til sekta og aðkomu yfirvalda til að koma í veg fyrir brot.

Sértu ósátt/ur við að þurfa að sæta sóttkví með þeim hætti sem þér er gert samkvæmt reglugerð nr. 436/2021 getur þú komið því áframfæri við sóttvarnalækni með því að senda tölvupóst á [email protected]. Þar þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang sem og komudagur og tími til landsins og eftir atvikum ástæður þess að þú vilt ekki sæta sóttkví. Í þeim tilvikum mun sóttvarnalæknir taka formlega ákvörðun um sóttkví þína, sbr. 14. gr.sóttvarnalaga nr. 19/1997. Slíka ákvörðun mun sóttvarnalæknir í kjölfarið bera undir héraðsdóm, sem mun skipa þér talsmann, sbr. 15. gr. sóttvarnalaga. Slíkur málarekstur er þér að kostnaðarlausu.


Við vonum að dvölin verði þægileg.
Starfsfólk sóttkvíarhótels