Viðbragðshópur
Viðbragðshópur Rauða krossins veitir þolendum húsbruna, hópslysa og annarra alvarlegra atburða sálrænan stuðning, tryggir að grunnþarfir séu veittar, svo sem fæði, klæði og húsaskjól og stýrir aðgerðum Rauða krossins á vettvangi. Hópfélagar skipta með sér bakvöktum allan sólarhringinn og eru því fljótir að bregðast við útköllum, að jafnaði innan 20 mínútna.
Hópurinn er mannaður sjálfboðaliðum með fjölbreyttan bakgrunn, þ.m.t. sérfræðingum í áfallahjálp, stjórnendum og tæknifólki. Allir sjálfboðaliðar hljóta jafnframt þjálfun í sálrænum stuðningi, neyðarviðbrögðum og skyndihjálp hjá Rauða krossinum áður en þeir hefja störf í hópnum.
Áhugasamir eru hvattir til að snúa sér til Neyðarmiðstöðvar Rauða krossins í síma 5704000, central@redcross.is . Allir sjálfboðaliðar fara í viðtal hjá verkefnastjóra og sálfræðingi Rauða krossins áður en þeir eru samþykktir í hópinn. Aldurstakmark er 23 ár.