• _SOS8889

Viðbragðshópur

Viðbragðshópur Rauða krossins veitir þolendum húsbruna, hópslysa og annarra alvarlegra atburða sálrænan stuðning, tryggir að grunnþarfir séu veittar, svo sem fæði, klæði og húsaskjól og stýrir aðgerðum Rauða krossins á vettvangi. Hópfélagar skipta með sér bakvöktum allan sólarhringinn.

Hópurinn er mannaður sjálfboðaliðum með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga það sammerkt að hafa þekkingu og reynslu af sálrænum stuðningi í gegnum menntun, reynslu og störf. Allir sjálfboðaliðar hljóta jafnframt þjálfun í sálrænum stuðningi, neyðarviðbrögðum og skyndihjálp hjá Rauða krossinum, helst áður en þeir hefja störf í hópnum.

Áhugasamir eru hvattir til að snúa sér til Neyðarmiðstöðvar Rauða krossins í síma 5704000 eða með tölvupósti á [email protected]. Allir sjálfboðaliðar fara í viðtal hjá verkefnastjóra og á námskeið áður en þeir eru samþykktir í hópinn. Aldurstakmark er 25 ár.

_SOS9066