Sálrænn stuðningur

Áfallahjálp

Sálrænn stuðningur er sérhæfð þjónusta við fólk sem lendir í áföllum og byggir á viðurkenndum aðferðum til að bregðast við bráðum áfallastreituviðbrögðum og beinist að því að draga úr uppnámi og stuðla þannig að betri aðlögun eftir áfallið.

Sálrænn stuðningur er afmarkaður, tímabundinn og með áherslu á forvarnir og mat á þörf fyrir frekari eftirfylgd. Þjónustan miðast við þroska og aldur hvers og eins og hefur svigrúm til að laga aðstoðina að mismunandi menningarheimum. 

Hugtakið áfall er hér notað yfir hættu sem ógnar lífi, limum eða viðurværi fólks sem og reynslu þeirra sem verða vitni að ofbeldi, líkamsáverkum eða dauða. Sálrænn stuðningur í skipulagi almannavarna er veitt af fagfólki og sérþjálfuðum sjálfboðaliðum. 

 

Rauði krossinn á Íslandi sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi samkvæmt samningi við Almannavarnir ríkisins. Deildir Rauða krossins opna fjöldahjálparstöðvar á hættu- og neyðartímum þar sem fólki er veitt fyrsta aðstoð, svo sem upplýsingar, fæði og klæði, sameining fjölskyldna fer fram og sálrænn stuðningur er veittur.

Rauði krossinn bregst einnig við skyndilegum áföllum utan almannavarnaástands eins og húsbrunum, flóðum og áföllum innan fjölskyldna s.s. vegna sjálfsvíga. 


Bæklinga varðandi sálrænan stuðning er að finna hér fyrir neðan á ýmsum tungumálum:

 Arabíska - ردة فعل مراجع أو موارد                                                   Danska - Psykisk støtte 

Enska - Psychological Support                                                    Finnska -Henkinen tuki

Franska - Le soutien psychologique                                       Íslenska sálrænn stuðningur

Ítalska - Assistenza psicologica                                                Kínverska - 心理支助 

Pólska -Wsparcie psychologiczne                                           Rússneska - Психологическая поддержка   

Sænska - Psykiskt stöd                                                                  Spænska - Apoyo sicológico   

Taílenska - การฟื้นฟูสมรรถภาพทางด้าน                                Þýska - Seelischer Beistand