• Skeidar

Brjótum ísinn - bjóðum heim

Brjótum ísinn – bjóðum heim er verkefni þar sem íslenskar fjölskyldur bjóða innflytjendum heim eina kvöldstund í kvöldverð og spjall. Hver fjölskylda býður heim í eitt skipti. Ótrúlega einfalt og skemmtilegt ásamt því að vera einstaklega góð leið til að eignast nýja vini.  

Margt getum við lært af innflytjendum með því einu að fræðast um sögu þeirra og bakgrunn. Margir innflytjendur hafa komið úr erfiðum aðstæðum og lent í ýmsum aðstæðum sem fróðlegt getur verið að fræðast um. Kvöldverðarboð getur gefið heilmikla innsýn á heiminn sem við höfðum ekki áður. 

Það geta allir tekið þátt í þessu verkefni og engin þörf á að vera skráður félagi eða sjálfboðaliði í Rauða krossinum.  Skráning fer fram hér eða á netfanginu kopavogur@redcross.is