Skaðaminnkun

Rauði krossinn starfrækir verkefni sem byggja á hugmyndafræði skaðaminnkunar (Harm Reduction) í vinnu með einstaklingum sem eiga við vímuefnavanda að stríða. 

Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins eru starfrækt á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri.

Alþjóðleg samtök um skaðaminnkun leggja fram eftirfarandi skilgreiningu á skaðaminnkun:

„Skaðaminnkun vísar til stefna, verkefna og verklags sem miðar fyrst og fremst að því að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar löglegra og ólöglegra vímuefna án þess endilega að draga úr vímuefnanotkun. Skaðaminnkun gagnast fólki sem notar vímuefni, fjölskyldum þeirra, nærsamfélagi og samfélaginu í heild. Það sem einkennir þessa leið er áherslan á að fyrirbyggja skaða fremur en að fyrirbyggja sjálfa notkunina. Þannig hefur skaðaminnkun sterka skírskotun til lýðheilsu og mannréttinda.”

Það má lesa um Frú Ragnheiði  hér til hliðar.