Skyndihjálp
Allir ættu að kunna skyndihjálp!
Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp, sem sniðin eru að þörfum hópa, s.s. almennings, fagaðila og starfsmanna fyrirtækja, bæði hvað varðar lengd og efnistök.
Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar. Allt fræðsluefnið er gefið út af Rauða krossinum.
Á skyndihjalp.is má sjá öll námskeið á dagskrá og nánari upplýsingar.
Á namskeid.raudikrossinn.is er að finna ókeypis vefnámskeið í skyndihjálp.
Útbreiðsla skyndihjálpar hefur verið eitt af meginverkefnum Rauða krossins á Íslandi í um 80 ár. Allt frá stofnun hreyfingarinnar í Genf árið 1863 hefur verið lögð áhersla á skyndihjálp hjá landsfélögum Rauða krossins um allan heim. Rauði krossinn á gott samstarf við landsfélög hreyfingarinnar víða um heim á þessu sviði.
Í nóvember 2001 undirrituðu Rauði krossinn og þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið samkomulag um hlutverk og ábyrgð félagsins í skyndihjálparmálum. Markmiðið með samkomulaginu er að efla og breiða út skyndihjálparþekkingu hér á landi.
Nánari upplýsingar og skráning á námskeið má finna inn á vef skyndihjálpar www.skyndihjalp.is.