Námskeið fyrir vinnustaði

Upplýsingar um skyndihjálparnámskeið fyrir fyrirtæki, félög og stofnanir.


Þið finnið dag og tíma dags sem hentar ykkur og við komum á staðinn. Hjá ykkur þarf að vera skjávarpi tengdur við tölvu með hljóði.

Námskeiðin geta verið haldin á íslensku, ensku eða pólsku. Námskeiðin geta verið haldin hvenær sem er dag, kvöld eða helgi, veriðið er alltaf það sama.

Gott er að panta námskeið með 7 - 10 virka daga fyrirvara.

Við miðum við að ekki séu fleiri en 15 manns á námskeiði með einum leiðbeinenda þó geta verið fleiri, en þá bætum við öðrum leiðbeinanda við fyrir hverja 15 nemendur og námskeiðsgjaldið hækkar sem því nemur. Hámarksfjöldi á námskeiði eru 30 manns.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um það sem við færum yfir á tveggja, fjögurra og tólf tíma námskeiði ásamt sérstöku tveggja tíma verklegu námskeiði sem er hugsað fyrir þá sem hafa lokið vefnámskeiði okkar. https://namskeid.raudikrossinn.is/

Á 4 og 12 tíma námskeiðinu fá allir aðgang að rafrænu skírteini hér https://skyndihjalp.is/skirteinid-mitt/  þess efnis að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp. Einnig þeir sem ljúka verklegu námskeiði eftir vefnámskeið. 2 tíma námskeið kostar 75.000,- kr. fyrir 1 - 15 manns , ef þátttakendur eru 16 - 30 þá er kostnaðurinn 87.400,.-kr.

Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð

 • Að athuga viðbrögð, opna öndunarveg og athuga öndun
 • Hjartahnoð og blástursaðferð(endurlífgun)
 • Sjálfvirkt hjartastuð (notkun AED tækja)

4 tíma námskeið kostar 93.000,- kr. fyrir 1 - 15 manns , ef þátttakendur eru 16 - 30 þá er kostnaðurinn 116.500,.-kr.

Fjögur skref skyndihjálpar

 • Tryggja öryggi á vettvangi
 • Meta ástand slasaðra eða sjúkra
 • Sækja hjálp
 • Veita skyndihjálp

Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð

 • Að athuga viðbrögð, opna öndunarveg og athuga öndun
 • Hjartahnoð og blástursaðferð(endurlífgun)
 • Sjálfvirkt hjartastuð (notkun AED tækja)
 • Aðskotahlutur í öndunarvegi

Skyndihjálp og áverkar

 • Innvortis- og útvortis blæðingar
 • Bruni og brunasár,
 • Áverkar á höfði, hálsi eða baki

Skyndihjálp og bráð veikindi

 • Brjóstverkur
 • Bráðaofnæmi
 • Heilablóðfall
 • Flog
 • Sykursýki
 • Öndunarerfiðleikar

Sálrænn stuðningur

 • Streita í neyðartilfellum
 • Tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp
 • Sálrænn stuðningur

12 tíma námskeið kostar 164.500,- kr. fyrir 1 -15 manns , ef þátttakendur eru frá 16 -  30 þá er kostnaðurinn 188.000,.-kr.

Skyndihjálp framhald ( bætist við 4 tíma námskeið )

 • Eitranir
 • Hitaslag / hitaörmögnun og ofkæling

 • Lost
 • Blóðnasir
 • Sár og sáraumbúðir
 • Raflost
 • Höfðuáverkar  
 • Tannáverkar
 • Skorðun á hyrgg
 • Áverkar á brjóstkassa og kvið
 • Vöðvakrampar
 • Sýklasótt  
 • Yfirlið
 • Spelkun útlima  

Verklegt 2 tíma námskeið eftir vefnámskeið kostar 93.000,- kr. fyrir 1 - 15 manns en ekki er hægt að hafa þau námskeið fjölmennari. Þátttakendur þurfa að sýna leiðbeinanda staðfestingu á að hafa lokið vefnámskeiði áður en námskeið hefst. Hér er hlekkur á vefnámskeiðið okkar: https://namskeid.raudikrossinn.is/

Fjögur skref skyndihjálpar

 • Tryggja öryggi á vettvangi
 • Meta ástand slasaðra eða sjúkra
 • Sækja hjálp
 • Veita skyndihjálp

Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð

 • Að athuga viðbrögð, opna öndunarveg og athuga öndun
 • Hjartahnoð og blástursaðferð(endurlífgun)
 • Sjálfvirkt hjartastuð (notkun AED tækja)
 • Aðskotahlutur í öndunarvegi

Skyndihjálp og áverkar

 • Innvortis- og útvortis blæðingar
 • Bruni og brunasár,
 • Áverkar á höfði, hálsi eða baki

Skyndihjálp og bráð veikindi

 • Brjóstverkur
 • Bráðaofnæmi
 • Heilablóðfall
 • Flog
 • Sykursýki
 • Öndunarerfiðleikar

Óski fólk eftir upplýsingum um hvaða námskeið það hefur lokið hjá RK má finna yfirlit yfir feril hér https://sjalfbodalidar.raudikrossinn.is/yfirlitid-mitt/

Hægt er að nálgast skyndihjálparskírteini á https://skyndihjalp.is/skirteinid-mitt/ Sláðu inn kennitöluna þína til að fá sent rafrænt skyndihjálparskirteini í tölvupósti. Skírteini eru gild í 2 ár.